Biskupsstofa flytur

21. júní 2019

Biskupsstofa flytur

Höfðatorg

Biskupsstofa hefur tekið á leigu fasteignina Katrínartún 4, 3. hæð, 105 Reykjavík.

Eignin er staðsett á Höfðatorgi. Öll starfsemi biskupsstofu verður þá sameinuð á einni hæð, þ.m.t. Þjónustumiðstöð biskupsstofu sem nú er til húsa á neðri hæð í safnaðarheimili Háteigskirkju. Gert er ráð fyrir að allar aðstæður starfsfólks, trúnaðarmanna kirkjunnar og viðskiptavina batni til muna á nýja staðnum. Aðgengi batnar einnig til muna þar sem aðgangur er að stóru bílahúsi sem er undir byggingunum á Höfðatorgi.

Gert ráð fyrir að Fjölskylduþjónusta kirkjunnar flytjist í núverandi húsnæði Þjónustumiðstöðvarinnar í Háteigskirkju.

Reiknað er með að breytingar á húsnæðinu og flutningum verði lokið í haust.


Samningurinn handsalaður.

Kirkjuhúsið að Laugavegi 31, Reykjavík, verður auglýst til sölu um helgina í fjölmiðlum.


  • Biskup

  • Frétt

  • Skipulag

  • Biskup

Sr. Guðmundur og sr. Guðrún.jpg - mynd

Fyrri umferð biskupskosninga lokið

16. apr. 2024
...kosið verður á milli sr. Guðmundar Karls og sr. Guðrúnar
Frá Presta- og djáknastefnunni 2023 í Grensáskirkju

Presta- og djáknastefnan 2024 sett á morgun

15. apr. 2024
...í Stykkishólmi