Vikan í Dómkirkjunni

25. júní 2019

Vikan í Dómkirkjunni

Dómkirkjan í ReykjavíkEf þú ert á ferðinni nálægt Dómkirkjunni í dag þá eru bæna-og kyrrðarstundir kl. 12.10 á þriðjudögum. Gott er að gefa sér stund frá amstri dagsins og njóta í fögrum helgidómnum. Léttur hádegisverður og gott samfélag eftir stundina.

Bach-tónleikar Ólafs Elíassonar eru svo í kvöld kl. 20.20 - 20.50. Endilega nýtið ykkur tækifærið til að hlýða á notalega tónlist Ólafs og ekki spillir að það er frítt inn.

Það er tilvalið að kíkja á “Sálmar á föstudögum” eftir vinnu kl. 17.00 - 17.30.
Söngkonan Guðbjörg Hilmarsdóttir og organistinn Kári Þormar flytja sálma í Dómkirkjunni. Aðgangur að þessum ljúfu tónum eru ókeypis.
  • Auglýsing

  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Samfélag

Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall
logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi