Helgihaldið er oft með allt öðrum hætti á sumrin

26. júní 2019

Helgihaldið er oft með allt öðrum hætti á sumrin

Sól og sumarylur

Næstkomandi sunnudag 30. júní verða göngumessur og kaffihúsamessa á ólíkum tímum og stöðum.

Pílagrímaganga verður kl. 11.00 frá Mosfellskirkju. Gengi verður á jafnsléttu inn Mosfellsdalinn, meðfram ánni og helgistund verður í reit Soroptimista. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir gönguna og helgihaldið. Gengið verður að hluta til í þögn í fallegri náttúru.

Á sama tíma verður kaffihúsamessa í Grafarvogskirkju, eða kl. 11:00. Það sem er svo dásamlegt við kaffihúsamessur er að þá er hægt að sötra á kaffinu um leið og hlýtt er á fallega tóna og góð orð. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Forsöngvari leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.

Í Keflavíkurkirkju verður kvöldgöngumessa. Haldið verður af stað frá kirkjutröppunum kl. 20. Hörður Gíslason, kenndur við Sólbakka, mun flytja fróðleik á nokkrum stöðum í umhverfi kirkjunnar. Arnór organisti leiðir söng við úgúlelespil. Sr. Erla biður bænarorð. Og eftir gönguna verður kvöldkaffi á Brunnstíg 3, bakgarði sóknarprestsins, þar sem boðið verður uppá rjúkandi kaffi og heimabakað.

Verið öll innilega velkomin í allskonar messur á sunnudaginn.

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Hver vegur að heiman.jpg - mynd

Einlæg glíma við mannlega tilveru

05. des. 2024
...ný bók eftir sr. Vigfús Bjarna Albertsson
Matur.jpg - mynd

Hjálpumst að heima og heiman

04. des. 2024
...árleg jólasöfnun Hjálparstarfsins
HAìDEGISTOìNLEIKAR copy.png - mynd

Ertu búin/n að Bach-a fyrir jólin?

03. des. 2024
...hádegistónleikar í Hallgrímskirkju