Helgihaldið er oft með allt öðrum hætti á sumrin

26. júní 2019

Helgihaldið er oft með allt öðrum hætti á sumrin

Sól og sumarylur

Næstkomandi sunnudag 30. júní verða göngumessur og kaffihúsamessa á ólíkum tímum og stöðum.

Pílagrímaganga verður kl. 11.00 frá Mosfellskirkju. Gengi verður á jafnsléttu inn Mosfellsdalinn, meðfram ánni og helgistund verður í reit Soroptimista. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir leiðir gönguna og helgihaldið. Gengið verður að hluta til í þögn í fallegri náttúru.

Á sama tíma verður kaffihúsamessa í Grafarvogskirkju, eða kl. 11:00. Það sem er svo dásamlegt við kaffihúsamessur er að þá er hægt að sötra á kaffinu um leið og hlýtt er á fallega tóna og góð orð. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Forsöngvari leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.

Í Keflavíkurkirkju verður kvöldgöngumessa. Haldið verður af stað frá kirkjutröppunum kl. 20. Hörður Gíslason, kenndur við Sólbakka, mun flytja fróðleik á nokkrum stöðum í umhverfi kirkjunnar. Arnór organisti leiðir söng við úgúlelespil. Sr. Erla biður bænarorð. Og eftir gönguna verður kvöldkaffi á Brunnstíg 3, bakgarði sóknarprestsins, þar sem boðið verður uppá rjúkandi kaffi og heimabakað.

Verið öll innilega velkomin í allskonar messur á sunnudaginn.

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Samfélag

Sr. Jón Ómar

Sr. Jón Ómar ráðinn

16. apr. 2025
...prestur við Neskirkju
Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir

Sr. Guðbjörg valin prófastur

08. apr. 2025
...í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Sr. Lilja Kristín

Sr. Lilja Kristín ráðin

07. apr. 2025
...við Íslenska söfnuðinn í Noregi