Pílagrímagöngur

1. júlí 2019

Pílagrímagöngur

Pílagrímar á ferð

Pílagrímagöngur eru hluti af hinum kristna menningararfi.

Þeir sem ferðast til heilagra staða eru kallaðir pílagrímar. Þetta orð er komið úr miðaldalatínu (pelegrinus) en á rætur í klassískri latínu (peregrinus, útlendingur). Slíkar göngur eru farnar af misjöfnum ástæðum; í þakkargjörð, í yfirbótarskyni eða af trúarlegum og/eða menningarlegum áhuga. Gengið er í áföngum en hlé eru notuð til bænahalds, ritningarlesturs eða til íhugunar og kyrrðar. Lengi hefur verið hefð fyrir því að ganga pílagríma göngur frá Þingvöllum til Skálholts á Skálholtshátíð sem er haldin árlega í kring um Þorláksmessu að sumri 20. júlí.

Í ár verður gengið frá fjórum stöðum til Skálholts.

Göngurnar eru mis langar en hverjum er frjálst að skrá sig aðeins í eina dagleið hverju sinni. Gengið verður frá Bæjarkirkju í Borgarfirði þriðjudaginn 16. Júlí og Reynivallakirkju 18. júlí. Báðir hóparnir munu ganga til Þingvallakirkju og sameinast þar. Lagt verður af stað að morgni 20. júlí frá Þingvallakirkju í átt að Skálholti. Einnig verður gengið frá Bræðratungu í Biskupstungum til Skálholts og Ólafsvallakirkju á Skeiðum til Skálholts að morgni sunnadags þann 21. júlí.

Boðið verður upp á svefnpokagistingu aðfaranótt sunnudags í Skálholtsbúðum fyrir alla gönguhópanna gegn vægu gjaldi. Þegar allir ferðalangar hafa skilað sér til Skálholts á laugardagskvöldið verða sungnar kvöldbænir og síðan verður pílagrímum boðið uppá sameiginlegan kvöldverð í Skálholtsskóla.

Á sunnudagsmorgun er í boði morgunverður niðri í búðum, sem hver og einn útbýr fyrir sig, hráefni verða til staðar s.s. brauð, álegg, súrmjólk, te og kaffi.

Boðið verður upp á akstur frá Apavatni laugardagskvöldi til Skálholts og frá Skálholti til Apavatns, Ólafsvallakirkju og Bræðratungukirkju á sunnudagsmorgni, ef þess er óskað.

Öllum göngum líkur í Skálholti kl.14.00 þar sem gengið er til hátíðarguðsþjónustu í Skálholtsdómkirkju.

Skráning í göngurnar fer fram inn á Skálholt.is

Kostnaður:

Svefnpokagisting: kr. 3.700

Morgunverður: kr. 800

Akstur: fer eftir fjölda þátttakenda

  • Auglýsing

  • Frétt

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.