Starfsþjálfun þjóðkirkjunnar

2. júlí 2019

Starfsþjálfun þjóðkirkjunnar

Útskrift nema

1. júlí útskrifuðust fimm prestsefni og þrjú djáknaefni úr starfsþjálfun þjóðkirkjunnar. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup hafði helgistund og afhenti kandídötum skírteini til staðfestingar þess að þau hefðu nú embættisgengi.

Skilyrði prestsefna til að geta útskrifast er að hafa lokið Mag.Theol. próf og djáknaefna að hafa lokið BA prófi eða viðbótar-diplómanámi.

Þær sem útskrifuðust með djáknamenntun eru Aðalbjörg Pálsdóttir með BA próf, Jóna Heiðdís Guðmundsóttir og Margrét Steinunn Guðjónsdóttir með viðbótar-diplómanám.

Guðfræðikandídatarnir sem útskrifuðust eru Benjamín Hrafn Böðvarsson, Dagur Fannar Magnússon, Erna Kristín Stefánsdóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir. Pétur Ragnhildarson útskrifaðist fyrr á árinu, en var með við helgistundina. Á myndina vantar Ernu Kristínu Stefánsdóttur.

Kirkjan óskar þessum kandídötum velfarnaðar í lífi og starfi.

  • Embætti

  • Frétt

  • Guðfræði

  • Messa

  • Viðburður

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.