Hamingjudagar á Hólmavík

08. júlí 2019

Hamingjudagar á Hólmavík

Hamingjudagar

Hamingjudagar á Hólmavík voru fyrst haldnir árið 2005 og hafa þeir verið árviss viðburður æ síðan.

Árið 2011 var Hamingjusamþykkt Strandabyggðar samþykkt samhljóða af sveitarstjórn á hátíðarfundi á Klifstúni en þar segir m.a.:

Ræktum hamingjuna innra með okkur og stuðlum að aukinni gleði og lífsfyllingu hjá okkar nánustu, vinum og samferðamönnum, með orðum okkar og gjörðum. Munum að bros í amstri hversdagsins getur gert kraftaverk, það getur dimmu í dagsljós breytt. Hið sama gildir um hrós og þakklæti fyrir það sem vel er gert. Jákvæð og uppbyggileg hvatning til góðra verka er varða sem vísar veginn í átt að betra samfélagi.

Virk þátttaka hvers einstaklings í samfélaginu er keppikefli og miklu skiptir að jákvæðni, virðing og samkennd einkenni mannlíf á Ströndum. Íhugum öll, hvert og eitt okkar, með hvaða hætti við getum lagt okkar af mörkum.

Fastur liður í dagskrá Hamingjudaga er léttmessa.

Seinni árin hefur hún verið haldin úti í gamla kirkjugarðinum í Tröllatungu en kirkjan þar var lögð af árið 1909.

Núverandi ábúendur, hjónin Sigríður Drífa Þórólfsdóttr og Birkir Stefánsson hafa haldið garðinum einstaklega vel við og taka alltaf vel á móti gestum.

Svo skemmtilega vildi til að í ár voru nákvæmlega 12 ár síðan Árný Helga, heimasætan á bænum, var skírð úti í garðinum og lék hún forspil á þverflautu í messunni.

Þrátt fyrir að kalt væri í veðri var prýðileg mæting og allir fóru glaðir heim með yl í líkama og sál eftir að hafa þegið kaffiveitingar og átt góða samverustund eftir messuna.

  • Frétt

  • Messa

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Samfélag

Tímamót - Margrét Bóasdóttir og Pétur Garðarsson
15
nóv.

Hurð fellur að stöfum

...tímarnir breytast og mennirnir með
Bók og kaffi, hvort tveggja nauðsynlegt
14
nóv.

Áttaviti fræðanna

Umfjöllunin er hógvær og öfgalaus
Fætur kirkjuorganistans
14
nóv.

Tónmenntasjóður kirkjunnar

Umsóknarfrestur er til 24. nóvember