8. ágúst 2019
Nýr skjalastjóri Biskupsstofu

Guðbjörg Gígja lauk BA-prófi í bóksafns- og upplýsingafræði með sagnfræði sem aukagrein árið 1994 frá Háskóla Íslands og MA-prófi í upplýsingafræði árið 2016 frá sama skóla. Þá hefur hún sótt margvísleg námskeið og aukið við menntun sína á sérsviði sínu.
Hún á fjölbreytilegan og farsælan starfsferil að baki. Starfaði í nokkur ár hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, og var skjalastjóri í áratug hjá Fasteignamati ríkisins (nú Þjóðskrá). Síðustu árin – eða frá 2006 – hefur hún unnið sem skjalastjóri á bæjarskrifstofum Kópavogs. Stýrði hún meðal annars innleiðingu á nýju skjalastjórnunarkerfi hjá bænum og sinnti daglegum rekstri þess kerfis.
Guðbjörg Gígja sat í stjórn Félags um skjalastjórn 1998-2000 og í stjórn Lykils, félags skjalastjóra sveitarfélaga, 2012-2015.
Hún er fædd árið 1960 og býr í Reykjavík. Helstu áhugamál hennar eru ferðalög og útivist. Guðbjörg Gígja hefur gengið pílagrímaleiðir í Portúgal, Spáni og Ítalíu.