Nýr skjalastjóri Biskupsstofu

08. ágúst 2019

Nýr skjalastjóri Biskupsstofu

Guðbjörg Gígja Árnadóttir, nýr skjalastjóri BiskupsstofuGuðbjörg Gígja Árnadóttir hefur verið ráðinn skjalastjóri Biskupsstofu frá og með 1. ágúst. Hún mun koma til starfa 10. september n.k.

Guðbjörg Gígja lauk BA-prófi í bóksafns- og upplýsingafræði með sagnfræði sem aukagrein árið 1994 frá Háskóla Íslands og MA-prófi í upplýsingafræði árið 2016 frá sama skóla. Þá hefur hún sótt margvísleg námskeið og aukið við menntun sína á sérsviði sínu.

Hún á fjölbreytilegan og farsælan starfsferil að baki. Starfaði í nokkur ár hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, og var skjalastjóri í áratug hjá Fasteignamati ríkisins (nú Þjóðskrá). Síðustu árin – eða frá 2006 – hefur hún unnið sem skjalastjóri á bæjarskrifstofum Kópavogs. Stýrði hún meðal annars innleiðingu á nýju skjalastjórnunarkerfi hjá bænum og sinnti daglegum rekstri þess kerfis.

Guðbjörg Gígja sat í stjórn Félags um skjalastjórn 1998-2000 og í stjórn Lykils, félags skjalastjóra sveitarfélaga, 2012-2015.

Hún er fædd árið 1960 og býr í Reykjavík. Helstu áhugamál hennar eru ferðalög og útivist. Guðbjörg Gígja hefur gengið pílagrímaleiðir í Portúgal, Spáni og Ítalíu.

  • Biskup

  • Frétt

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Biskup

Jarþrúður Árnadóttir
20
ágú.

Nýr prestur

Langanes- og Skinnastaðaprestakall
Edda Möller glöð í bragði að vanda
20
ágú.

Stutta viðtalið: Brosið í Kirkjuhúsinu

Kirkjan er auðug þegar hún hefur svona kjarnorkufólk í þjónustu sinni
Sálmafoss mun streyma um stuðlabergið á menningarnótt
19
ágú.

Kirkjan og menningarnótt

Gott er að glöggva sig með fyrirvara á tímasetningum atburða...