Nýr skjalastjóri Biskupsstofu

8. ágúst 2019

Nýr skjalastjóri Biskupsstofu

Guðbjörg Gígja Árnadóttir, nýr skjalastjóri BiskupsstofuGuðbjörg Gígja Árnadóttir hefur verið ráðinn skjalastjóri Biskupsstofu frá og með 1. ágúst. Hún mun koma til starfa 10. september n.k.

Guðbjörg Gígja lauk BA-prófi í bóksafns- og upplýsingafræði með sagnfræði sem aukagrein árið 1994 frá Háskóla Íslands og MA-prófi í upplýsingafræði árið 2016 frá sama skóla. Þá hefur hún sótt margvísleg námskeið og aukið við menntun sína á sérsviði sínu.

Hún á fjölbreytilegan og farsælan starfsferil að baki. Starfaði í nokkur ár hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur, og var skjalastjóri í áratug hjá Fasteignamati ríkisins (nú Þjóðskrá). Síðustu árin – eða frá 2006 – hefur hún unnið sem skjalastjóri á bæjarskrifstofum Kópavogs. Stýrði hún meðal annars innleiðingu á nýju skjalastjórnunarkerfi hjá bænum og sinnti daglegum rekstri þess kerfis.

Guðbjörg Gígja sat í stjórn Félags um skjalastjórn 1998-2000 og í stjórn Lykils, félags skjalastjóra sveitarfélaga, 2012-2015.

Hún er fædd árið 1960 og býr í Reykjavík. Helstu áhugamál hennar eru ferðalög og útivist. Guðbjörg Gígja hefur gengið pílagrímaleiðir í Portúgal, Spáni og Ítalíu.

  • Biskup

  • Frétt

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Biskup

Addis9.jpg - mynd

Vottar vonar og réttlætis: Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins

23. jún. 2025
Árlegur stjórnarfundur Lútherska heimssambandsins fór fram dagana 12.–16. júní í höfuðborg Eþíópíu.
Sr. Pétur Ragnhildarson

Sr. Pétur Ragnhildarson ráðinn sóknarprestur

13. jún. 2025
...í Breiðholtsprestakalli
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

12. jún. 2025
...sunnudaginn 15. júní