Góðri vísitasíu lokið

26. ágúst 2019

Góðri vísitasíu lokið

Vel fór á með fundarmönnum

Vísitasíur eru einn mikilvægasti þátturinn í erindisbréfi biskups Íslands. Biskup Íslands hefur tilsjón með boðun, samfélagi og einingu kirkjunnar. Biskup heimsækir prófastsdæmi, athugar, leiðbeinir og styrkir sóknir í þeim um land allt með reglubundnum hætti.

Biskup Íslands hefur frá vormánuðum vísiterað Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Með í för biskups hefur verið prófastur, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju, og biskupsritari, sr. Þorvaldur Víðisson, auk tilfallandi presta og embættismanna.

Meðal þeirra staða sem biskup heimsótti, auk kirkna og skyldrar starfsemi, var Landsspítali Íslands. Páll Matthíasson, forstjóri, fylgdi biskupi um víðfeðma og öfluga starfsemi þjóðarsjúkrahússins. Þá sótti biskup heim nýtt öryggisfangelsi á Hólmsheiði, fékk þar fylgd og kynningu Páls Winkels, forstjóra Fangelsismálastofnunar. Auk þess hitti biskup fanga, með sr. Hreini S. Hákonarsyni, fangapresti.

Biskup Íslands lauk fyrir nokkru vísteringu sinni í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra á fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Degi B. Eggertssyni. Auk þeirra sátu fundinn áðurnefndir prófastur og biskupsritari, borgarritari Stefán Eiríksson og Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu.

Meðal þess sem rætt var á fundinum var Hjálparstarf kirkjunnar, sem borgarstjóri hrósaði sérstaklega fyrir faglegt og öflugt starf. Nýr kirkjugarður við Úlfársfell var ræddur og munu borgaryfirvöld skoða undirbúning og framkvæmdir við kirkjugarðinn í kjölfarið. Áætlað er að taka kirkjugarðinn í notkun árið 2022. Æskilegt væri að ná garðinum í notkun fyrir þann tíma, sé þess nokkur kostur, vegna fyrirsjáanlegs plássleysis í Gufuneskirkjugarði. Þá kynnti biskup Íslands borgarstjóra fyrirhugaða flutninga Biskupsstofu frá Laugavegi 31 í Katrínartún 4.

Fundurinn var góður, gagnlegur og árangursríkur og fór vel á með biskupi og borgarstjóra.


  • Biskup

  • Frétt

  • Fundur

  • Heimsókn

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Bjartsýnn hópur eftir að hafa fræðst um öflugt starf í Konukoti
20
sep.

Biskup heimsækir Konukot

Biskup hefur einmitt viljað beina sjónum að dagþjónustu við fólk sem er „á götunni“
Seltjarnarneskirkja tók á móti flóttafólkinu blómum skrýdd
20
sep.

Boðin velkomin í söfnuðinn

Flóttamennirnir eru ungir að árum
Kátir klerkar, sr. Erla, sr. Sigurður Grétar og sr. Fritz Már
19
sep.

Glaðir Suðurnesjamenn í Vatnaskógi

Strákarnir fylltust miklu kappi ...