Prestar í Austfjarðarprestakalli

27. ágúst 2019

Prestar í Austfjarðarprestakalli

Beruneskirkja í Austfjarðarprestakalli

Kjörnefnd Austfjarðarprestkalls hefur valið presta úr hópi umsækjenda um prestakallið. Umsóknarfrestur rann út 1. júlí s.l.

Þessi voru valin:

Sr. Erla Björk Jónsdóttir, kjörin sem prestur 1. Skipuð frá og með 1. september n.k.
Benjamín Hrafn Böðvarsson, mag. theol., kjörinn sem prestur 2. Skipaður frá og með 1. október n.k.
Dagur Fannar Magnússon, mag. theol., kjörinn sem prestur 3, með aðsetur í Heydölum. Skipaður frá og með 1. nóvember n.k.
Alfreð Örn Finnsson, cand. theol., kjörinn sem prestur 4, með aðsetur á Djúpavogi. Skipaður frá og með 1. nóvember n.k.

Mun þetta vera í fyrsta sinn sem valdir eru fjórir prestar á einum og sama kjörfundinum.

Biskup mun skipa umsækjendurna til prestsembættanna í samræmi við niðurstöður kjörnefndar.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Menning

  • Samstarf

  • Biskup

  • Menning

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.