Aukakirkjuþing

29. ágúst 2019

Aukakirkjuþing

Fulltrúar kirkjunnar í viðræðunum við ríkið. Frá vinstri: Skúli Guðmundsson, starfsmaður nefndarinnar, Drífa Hjartardóttir, Óskar Magnússon, Jónína Bjartmarz og Magnús E. Kristjánsson

Í gær var aukakirkjuþing sett í Háteigskirkju en til þess var boðað fyrir skömmu.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, leiddi kirkjuþingsfulltrúa í bæn og síðan setti forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, þingið kl. 16.00.

Þingfundur hófst á því að forseti minntist kirkjuþingsmanna sem létust höfðu frá síðasta kirkjuþingi, þeirra Jóns Helgasonar, fyrrverandi forseta kirkjuþings og Ólafs Björgvins Valgeirssonar. Risu fundarmenn úr sætum til að votta þeim virðingu sína.

Forseti bar síðan upp tillögu um að fundurinn yrði opinn en lagði jafnframt þunga áherslu á að þetta væri trúnaðarfundur.

Kjörbréfanefnd tók síðan til starfa og á meðan var gert hlé.

Síðan hófst kynning á viðbótarsamningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um endurskoðun á samkomulagi um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997 og samningi íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta, rekstrarkostnað biskupsstofu, framlag til Kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar frá 4. september 1998.

Í samninganefnd fyrir hönd kirkjuþings sátu þau Magnús E. Kristjánsson, Óskar Magnússon, Jónína Bjartmarz og Drífa Hjartardóttir. Skúli Guðmundsson, lögfræðingur, var starfsmaður nefndarinnar.

Magnús E. Kristjánsson, fyrrverandi forseti kirkjuþings, fór yfir samninginn og útskýrði hann fyrir þingheimi. 

Sömuleiðis tóku þau Jónína Bjartmarz og Óskar Magnússon til máls um samninginn.

Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðaneytinu, fjallaði um samninginn fyrir hönd samninganefndar ríkisins.

Kirkjuþingsmenn spurðu samningamenn ýmissa spurninga í sambandi við samninginn, sem þeir svöruðu greiðlega.

Miklar umræður spunnust um málið milli kirkjuþingsmanna og lauk umræðum um kl. 22.00 með því að forseti kirkjuþings frestaði fundi til  miðvikudagsins 4. september n.k.

Fastanefndir kirkjuþings munu verða kallaðar saman fyrir þann fund til að ræða málið.

Kirkjuþingsfulltrúar þungt hugsi


  • Frétt

  • Fundur

  • Samstarf

  • Þing

  • Viðburður

Meistari Jón Vídalín, Skálholtsbiskup, þrykktur í stein. Páll Guðmundsson á Húsafelli er höfundur verksins

Vídalín settur á ís

22. sep. 2020
...málþingi frestað
Sr. María Gunnarsdóttir í Hvammstangakirkju

Stutta viðtalið: Afleysing er ánægjulegt vandaverk

22. sep. 2020
...hver hefur sinn stíl
Herra Jón Vídalín (1666-1720)

Spennandi málþing

21. sep. 2020
Fjórir fyrirlestrar...