Skógarmessa í Breiðdal

30. ágúst 2019

Skógarmessa í Breiðdal

Fallegt er um að litast í Tinnuskógi

Nú eru þeir tímar að menn planta trjám til að jafn kolefnisspor sín. Það er gott í sjálfu sér og vonandi munu vænir skógar koma í ljós.

En víða eru nú þegar skógarlundir og skógar sem menn plöntuðu áður en umræða um kolefnisjöfnun kom til sögunnar. Trjáplöntur voru gróðursettar af ýmsum ástæðum.

Skógar geta verið upplagðir fyrir guðsþjónustuhald eins mun koma í ljós á sunnudaginn kemur, 1. september kl. 14.00 en þá verður brugðið út af vana og messað úti í Tinnuskógi á Landnyrðingsskjólsbökkum í Heydalaprestakalli. Þarna hefur ekki verið messað áður.

Breiðdælingar hófu skógrækt á þessum stað um miðja síðustu öld og er þar nú orðinn myndarlegur skógur. Um aldamótin tók Skógræktarsambandið yfir svæðið og nefndu aldamótaskóg. Í jaðri skógarins rennur Tinnudalsá eftir að hafa sameinast Norðurdalsá. Umhverfið er afar gróðursælt og umvafið tignarlegum fjöllum. Þar erum fólk rækilega minnt á hve landið er fagurt og gæðin dýrmæt.

„Það fer því vel á að messa þarna, þakka og njóta lífsins saman,“ segir sóknarpresturinn sr. Gunnlaugur Stefánsson sem mun stýra athöfninni en Kirkjukór Heydala-og Stöðvarfjarðarsókna leiðir sönginn undir stjórn Guðnýjar Valborgar Guðmundsdóttur.

Í lok messunnar verður boðið upp á hressingu.

Tinnuskógur á haustdegi

 



Heydalakirkja - vígð 13. júlí 1975.

(Myndir með fréttinni tók Hákon Hansson)



  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Hópmynd 2.jpg - mynd

Borgarneskirkja friðlýst

10. maí 2024
...á 65 ára afmæli kirkjunnar
Vorhátíð.jpg - mynd

Vorhátíðir víða um land

10. maí 2024
...vetrarstarfi að ljúka
Sr. Guðrún við altari Grafarvogskirkju

Blessunaróskir berast frá víðri veröld

10. maí 2024
...á vef Lútherska heimssambandsins