Engin aukning á framlögum til þjóðkirkjunnar í fjárlögum ríkissjóðs 2020

06. september 2019

Engin aukning á framlögum til þjóðkirkjunnar í fjárlögum ríkissjóðs 2020

Oft er handagangur í öskjunni þegar fjárlög ríkissjóðs til næsta árs eru tilkynnt. Eins og gefur að skilja í slíkum æsing eru stundum mistök gerð. Ekkert til að erfa – miklu frekar nauðsynlegt að leiðrétta.

Í frétt Vísis og fleiri miðla er fullyrt að aukin framlög til þjóðkirkjunnar nemi 860 milljónum á fjárlögum 2020. Þetta er rangt.

Í fjárlögum ársins 2019, sem blaðamaður ber saman við fjárlög 2020, sem fjármálaráðherra kynnti í morgun, vantaði uppá 854 milljónir vegna Kirkjujarðarsamkomulags. Í viðaukafjárlögum 2019 var þessi upphæð leiðrétt. Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár.

Í fjárlögum ársins 2020 eru fjárframlög til þjóðkirkjunnar óskert og á pari við heildarfjárframlög ársins 2019. Það er því engin framlagaaukning til þjóðkirkju Íslands í fjárlögum 2020.

Það er þjóðkirkjunni mikið kappsmál að fara vel með fjármuni kirkjunnar. Þjóðkirkjan vill kappkosta að tryggja að þeir fjármunir efli þjónustu við íbúa þessa lands. Þjóðkirkja Íslands sinnir afar metnaðarfullri og mikilvægri þjónustu um allt land í formi sálgæslu, fræðslu og velferðarþjónustu.

Þjóðkirkjan gerir engan greinarmun á skráðum og óskráðum meðlimum. Allir njóta þessarar þjónustu ef þeir óska. Þessi grunnþjónusta er til grundvallar þegar rýnt er í fjárframlög til þjóðkirkjunnar sem eru óbreytt í fjárlögum ársins 2020 fyrir fyrstu umræðu Alþingis.

Þetta er hér með gleði leiðrétt.

Fyrir hönd biskups Íslands,
Pétur G. Markan
Samskiptastjóri 6984842


  • Frétt

Bjartsýnn hópur eftir að hafa fræðst um öflugt starf í Konukoti
20
sep.

Biskup heimsækir Konukot

Biskup hefur einmitt viljað beina sjónum að dagþjónustu við fólk sem er „á götunni“
Seltjarnarneskirkja tók á móti flóttafólkinu blómum skrýdd
20
sep.

Boðin velkomin í söfnuðinn

Flóttamennirnir eru ungir að árum
Kátir klerkar, sr. Erla, sr. Sigurður Grétar og sr. Fritz Már
19
sep.

Glaðir Suðurnesjamenn í Vatnaskógi

Strákarnir fylltust miklu kappi ...