Kirkjur landsins

07. september 2019

Kirkjur landsins

Sunnudagaskólarnir eru komnir í gang hjá mörgum kirkjum og í sumum kirkjum hefst sunnudagaskólinn með miklum látum. Hátíðir á haustin hafa verið skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskylduna og það er mikill fögnuður að hittast aftur eftir sumarfrí í kirkjunni.

Þar er sungið, dansað, hlustað á biblíusögur og svo er litað eða föndrað. Eða kirkjurnar fá í heimsókn einhverja skemmtilega gesti eins og Árbæjarkirkja sem ætlar að fagna haustinu og upphafi barnastarfsins með sunnudagaskólahátíð 8. september kl. 11:00. Sirkus Íslands og Wally trúður koma í heimsókn. Boðið er upp á grillaðar pylsur og hoppukastalar verða á staðnum.

Ekki láta sunnudagaskólann í þinni kirkju framhjá þér fara.

Hlökkum til að sjá ykkur!

  • Æskulýðsmál

  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samfélag

  • Fræðsla

  • Samfélag

Bjartsýnn hópur eftir að hafa fræðst um öflugt starf í Konukoti
20
sep.

Biskup heimsækir Konukot

Biskup hefur einmitt viljað beina sjónum að dagþjónustu við fólk sem er „á götunni“
Seltjarnarneskirkja tók á móti flóttafólkinu blómum skrýdd
20
sep.

Boðin velkomin í söfnuðinn

Flóttamennirnir eru ungir að árum
Kátir klerkar, sr. Erla, sr. Sigurður Grétar og sr. Fritz Már
19
sep.

Glaðir Suðurnesjamenn í Vatnaskógi

Strákarnir fylltust miklu kappi ...