Kirkjur landsins

07. september 2019

Kirkjur landsins

Sunnudagaskólarnir eru komnir í gang hjá mörgum kirkjum og í sumum kirkjum hefst sunnudagaskólinn með miklum látum. Hátíðir á haustin hafa verið skemmtilegir viðburðir fyrir alla fjölskylduna og það er mikill fögnuður að hittast aftur eftir sumarfrí í kirkjunni.

Þar er sungið, dansað, hlustað á biblíusögur og svo er litað eða föndrað. Eða kirkjurnar fá í heimsókn einhverja skemmtilega gesti eins og Árbæjarkirkja sem ætlar að fagna haustinu og upphafi barnastarfsins með sunnudagaskólahátíð 8. september kl. 11:00. Sirkus Íslands og Wally trúður koma í heimsókn. Boðið er upp á grillaðar pylsur og hoppukastalar verða á staðnum.

Ekki láta sunnudagaskólann í þinni kirkju framhjá þér fara.

Hlökkum til að sjá ykkur!

  • Æskulýðsmál

  • Auglýsing

  • Barnastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Samfélag

  • Fræðsla

  • Samfélag

Helgi K. Hjálmsson (1929-2020)
22
feb.

Helgi K. Hjálmsson, fyrsti form. Leikmannaráðs, kvaddur

...lét mjög að sér kveða á vettvangi leikmanna
Á gluggasyllu á efri hæð er stytta af Maríu Guðsmóður og horfir hún yfir borgina
21
feb.

Opinn kærleiksfaðmur í miðri borg

...í raun og veru óteljandi í andanum
Nýjasa lógó kirkjunnar - endurgert .jpg - mynd
20
feb.

Tvö störf héraðspresta laus

...umsóknafrestur til 4. mars n.k.