Gegn sjálfsvígum

9. september 2019

Gegn sjálfsvígum

Á morgun , 10. september, verður haldinn alþjóðlegur forvarnardagur gegn sjálfsvígum.

Haldið verður málþing undir yfirskriftinni: Stöndum saman gegn sjálfsvígum. Það fer fram í húsakynnum DeCode við Sturlugötu 8 í Reykjavík og hefst kl. 15.00 og lýkur kl. 17.00.

Dagskrá málþingsins er þessi:

    15.00 Ávarp fundarstjóra: Einar Þór Jónsson, formaður Geðhjálpar
    15.10 Aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi
              Alma Möller, landlæknir, fjallar um stöðu mála og næstu skref
    15.30 Öryggisvegferð geðsviðs: Nýtt verklag við mat og viðbrögð við sjálfsvígshættu.
              Berglind Guðmundsdóttir, yfirsálfræðingur á geðsviði LSH

                    Kaffi og kleinur

    16.10 Hvernig getur þú veitt syrgjendum umhyggju og stuðning?
              Sr. Halldór Reynisson frá Nýrri dögun, stuðningi í sorg
    16.30 Tían, taktu skrefið
              Fulltrúar Útmeða kynna og sýna sýnishorn stuttra myndbanda úr nýju
              geðræktarátaki Útmeða fyrir ungt fólk
    16. 50 Samantekt
    17.00 Slit málþingsins

Á morgun verða líka haldnar kyrrðarstundir á eftirtöldum fimm stöðum. Þær eru í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. 


Dagskrá kyrrðarstundar í Dómkirkjunni í Reykjavík, kl. 20.00:

    Hrönn Harðardóttir geðhjúkrunarfræðingur leiðir stundina
    Sr. Bjarni Karlsson flytur hugvekju
    Bubbi Morthens syngur nokkur lög
    Sara Óskarsdóttir, aðstandandi, reynslusaga af því að missa móður sína í sjálfsvígi
    Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
    Ólafur Elíasson organisti flytur hugljúfa tóna í upphafi og lok kyrrðarstundar


Sandgerðiskirkju (safnaðarheimili) á Suðurnesjum kl. 20.00

Selfosskirkju kl. 20.00 í samvinnu við Hveragerðis- og Eyrarbakkaprestaköll

Egilsstaðakirkju kl. 20.00

Glerárkirkju á Akureyri kl. 20.00.

Samverur þessar eru hugsaðar fyrir öll þau sem eiga um sárt að binda vegna sjálfsvíga.

Allir eru velkomnir á viðburðina og er aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar er að finna á Facebook:

Alþjóðlegur forvarnardagur

Eftirtaldir aðilar standa að dagskránni:

· Embætti landlæknis
· Geðhjálp
· Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
· Landspítalinn – geðsvið
· Minningarsjóður Orra Ómarssonar
· Ný dögun, stuðningur í sorg
· Pieta samtökin
· Rauði krossinn
· Þjóðkirkjan


  • Forvarnir

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

Sr. Stefán Már.jpg - mynd

Ályktun Presta- og djáknastefnu 2024

18. apr. 2024
...um mikilvægi barna- og unglingastarfs
Úlfastundir 5.jpg - mynd

Úlfastundir í Lágafellssókn

18. apr. 2024
...boðið upp á slátur og graut