Leikmenn koma saman

9. september 2019

Leikmenn koma saman

Leikmannastefnan fer fram í Háteigskirkju

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin um næstu helgi, laugardaginn 14. september, kl. 9.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju.

Það er biskup Íslands sem kallar saman leikmannastefnu hverju sinni. Þetta er í í 33ja sinn sem boðað er til hennar.

Leikmannastefna er mikilvægur vettvangur leikmanna þar sem þeir skiptast á skoðunum um málefni kirkju og samfélags. Hún gegnir þýðingarmiklu hlutverki innan kirkjunnar enda er þar fjallað um störf og hlutverk sóknarnefnda, svo og um starf kristilegra félagasamtaka og aðra þjónustu kirkjunnar við söfnuði landsins. Hún kemur sameiginlega fram fyrir hönd leikmanna, sókna og sóknarnefnda gagnvart stjórnvöldum, stofnunum kirkjunnar, starfsmönnum hennar og samtökum þeirra. Hún á að hvetja til þátttöku leikmanna í starfi kirkjunnar og efla kynni þeirra sín á milli.

Fulltrúar leikmannastefnu kjósa leikmannaráð úr hópi leikmanna til fjögurra ára. Leikmannaráð er skipað þremur mönnum og jafnmörgum til vara og skulu þeir skipta með sér verkum.

Núverandi formaður leikmannaráðs er Marinó Þorsteinsson.

Dagskrá leikmannastefnunnar á laugardaginn er fjölbreytileg og spennandi. Þjónustumiðstöð þjóðkirkjunnar í Háteigskirkju verður kynnt, sem og Háteigskirkja og Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Þá munu ýmis valinkunnir einstaklingar fjalla um framtíðarsýn þjóðkirkjunnar.

Ekki er ólíklegt að leikmannastefnan ræði um viðbótarsamning ríkis og kirkju sem kirkjuþing samþykkti 4. september s.l.


  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

nes.jpg - mynd

Kirkjuþing kemur saman í Neskirkju

15. mar. 2025
Seinni lota 66. kirkjuþings stendur nú yfir í Neskirkju.
logo.png - mynd

Laust starf

14. mar. 2025
...héraðsprests í Suðurprófastsdæmi með sérstakar skyldur við Fellsmúlaprestakall ​
Laufey Brá og Sigríður Kristín

Tveir nýir prestar koma til starfa

06. mar. 2025
...í Fossvogsprestakalli