Nýr sóknarprestur í Breiðholti

11. september 2019

Nýr sóknarprestur í Breiðholti

Sr. Magnús Björn Björnsson

Kjörnefnd Breiðholtsprestakalls hefur valið sr. Magnús Björn Björnsson sem sóknarprest úr hópi umsækjenda um prestakallið.

Sr. Magnús Björn var settur sóknarprestur við prestakallið til 1. september.

Hann er fæddur í Reykjavík 27. nóvember 1952. Lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1978.

Að guðfræðiprófi loknu var sr. Magnús Björn við nám í Det teologiske Menighetsfakultetet í Ósló 1978-1979. Auk þessa hefur hann sótt fjölda námskeiða í tengslum við starf sitt.

Sr. Magnús Björn hefur starfað við kennslu, sjómennsku og húsaviðgerðir, sumarbúðarstjórn, framkvæmdastjórn Kristilegs félags heilbrigðisstétta í áratug o.m.fl.

Sr. Magnús Björn var vígður til Seyðisfjarðarprestakalls 1979. Síðar gegndi hann prestsþjónustu í Fríkirkjusöfnuðinum í Reykjavík um ársskeið. Skipaður prestur í Digranessöfnuði árið 2000.

Sr. Magnús Björn hefur gegnt fjölmörgum stjórnar- og nefndarstörfum hér heima og erlendis.

Kona sr. Magnúsar Björns er Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og eiga þau fjögur börn.

Umsóknarfrestur um Breiðholtsprestakall rann út 22. júlí s.l.

Biskup Íslands mun skipa í embættið í samræmi við niðurstöður kjörnefndar.


  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Siglufjarðarkirkja - bekkir verða vel setnir í dag þegar nýja hljóðkerfið verður tekið í notkun
31
maí

Vegleg gjöf

Tvöföld hátíð
Hvítasunnudagur.jpg - mynd
31
maí

Gleðilegan hvítasunnudag!

Hvítasunnan er auk páska og jóla ein af sameiginlegum höfuðhátíðum kristinnar kirkju. Hátíðin markaði upphaflega lok páskatímans sem stóð í 50 daga, en varð síðar að sjálfstæðum minningardegi um það sem kallað er...
Lágafellskirkja - á morgun verða þar þrjár fermingarguðsþjónustur
30
maí

Helgihald tekur kipp

Allt er að koma til baka