Bjartsýnir og glaðir organistar

13. september 2019

Bjartsýnir og glaðir organistar

Orgelpípur og organistar vinna saman að listsköpun

Það var glaður og bjartsýnn hópur organista sem kom saman á organistastefnu í Skálholti 8.-9. september s.l., en haust- og vetrarstarf kirknanna er óðum að hefjast.

Organistar gegna mikilvægu starfi í þjóðkirkjunni en þeir stýra tónlistarstarfi safnaðanna í samráði við presta, sóknarnefndir og annað starfsfólk s.s. stjórnendur annarra kóra safnaðanna og starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi.

Söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, Margrét Bóasdóttir, boðar árlega til organistastefnu með organistum þar sem fagleg mál eru rædd og kirkjutónlistin blómstrar. 

Margt var á dagskrá organistastefnunnar sem var sú fimmta í röðinni. 

Laganefnd Sálmabókarnefndar kynnti hljómsetningu sálma í sálmabókinni sem er í vinnslu en sálmabókin kemur út á næsta ári.

Þá fluttu þeir Guðmundur Sigurðsson, formaður Kirkjutónlistarráðs, og Eyþór Franzson Wechner, organisti Blönduóskirkju, framsöguerindi um áhrif nýrra starfsreglna á starf organistans og aðstæður organistans sem hefur háskólamenntun en er aðeins í hlutastarfi.

Líflegar umræður fóru fram um framtíð organistastarfsins á grundvelli nýrra starfsreglna um kirkjutónlist sem samþykktar voru á kirkjuþingi 2017. Sjá hér.

Þátttakendur voru rúmlega 20 talsins, nutu samvista og blíðviðris sem lék um Skálholt.

Í ár var augum og eyrum beint sérstaklega að kórsöngnum. Þátttakendur mynduðu kór undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, kór- og hljómsveitarstjóra. Sálumessa eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré var æfð og flutt á tónleikum í Skálholtskirkju í lok stefnunnar. Björn Steinar Sólbergsson lék með á orgel kirkjunnar og Margrét Bóasdóttir og Bjartur Logi Guðnason sáu um einsöngshlutverk.

Eldri borgurum í uppsveitum Árnessýslu var boðið til tónleikanna og voru gestir glaðir og þakklátir fyrir boðið.

Notalegt og uppbyggilegt andrúmsloft er í Skálholti
  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Námskeið

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

  • Námskeið

logo.png - mynd

Síðari umferð kosningar biskups Íslands

25. apr. 2024
...hefst 2. maí næstkomandi.
Ólafur Egilsson

Vinir Hjálparstarfsins fræðast um starfið

24. apr. 2024
...stilla saman strengi
Söngvahátíð 7.jpg - mynd

Söngvahátíð barnanna á Akureyri og í Reykjavík

23. apr. 2024
...börnin syngja í útvarpsmessu á sumardaginn fyrsta