Prests- og djáknavígsla

13. september 2019

Prests- og djáknavígsla

Dómkirkjan í Reykjavík - langflestir eru vígðir þar til þjónustu í kirkjunni

Sunnudaginn 15. september verður prests- og djáknavígsla í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, vígir þau Daníel Ágúst Gautason og Steinunni Þorbergsdóttur til djáknaþjónustu.

Mun Daníel Ágúst sinna þjónustu í Grensássókn í Fossvogsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, fyrst og fremst barna og æskulýðsstarfi. Steinunn mun sinna þjónustu í Breiðholtssókn í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, einkum barnastarfi í söfnuðinum og hjá Alþjóðlega söfnuðinum sem hefur þar aðsetur.

Vígsluvottar verða þau sr. Pálmi Matthíasson, sr. Magnús Björn Björnsson og djáknarnir Hólmfríður Ólafsdóttir og Þórey Dögg Jónsdóttir.

Þrír guðfræðingar verða vígðir til prestsþjónustu til Austfjarðaprestakalls í Austurlandsprófastsdæmi. Það eru þeir Alfreð Örn Finnsson, Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon.

Þá verður guðfræðingurinn Jarþrúður Árnadóttir vígð til prestsþjónustu í Skinnastaða- og Langanesprestakalls í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Vígsluvottar þeirra verða þau sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sr. Sigurður Jónsson, sr. Arnfríður Guðmundsdóttir, sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Sr. Jón Ármann Gíslason lýsir vígslu.

Kirkjan kallar - þjónusta presta og djákna í kirkjunni er köllun


  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samstarf

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

Lilja Dögg og forsetahjónin

„Sögustaðir efla samkennd okkar“

22. júl. 2024
...segir menningarráðherra á Skálholtshátíð
Forseti Íslands kom á málstofuna

"Húmorinn var aldrei langt undan"

20. júl. 2024
...málstofa til minningar um sr. Karl Sigurbjörnsson
Málþingið var fjölsótt

"Stríðið gæti þróast yfir á Vesturbakkann"

20. júl. 2024
...áhrifamikið málþing á Skálholtshátíð