Leikmannastefna skorar á Alþingi

16. september 2019

Leikmannastefna skorar á Alþingi

Marinó Þorsteinsson var formaður leikmannaráðs í tólf ár

Leikmannastefnu þjóðkirkjunnar lauk síðdegis á laugardaginn.

Helstu mál hennar voru kynning á Þjónustumiðstöð Háteigskirkju og umræða um framtíðarsýn kirkjunnar.

Marinó Þorsteinsson, formaður leikmannaráðs, flutti skýrslu ráðsins. Alls hélt leikmannaráð fimm fundi á árinu þar sem fjallað var um ýmis brýn kirkjumál.

Þá tilkynnti Marinó að hann gæfi ekki kost á sér í leikmannaráð en hann hefur gegnt formennsku í ráðinu í tólf ár. Þakkaði hann fyrir traust sem honum hefði verið sýnt og gott samstarf á liðnum árum. 

Kosningar fóru fram til leikmannaráðs og verður greint frá úrslitum hér á kirkjan.is síðar.

Leikmannaráð skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.

Framkvæmdastjóri leikmannastefnunnar er Magnhildur Sigurbjörnsddóttir.

Leikmannastefna þjóðkirkjunnar samþykkti einróma eftirfarandi tillögu:

„Leikmannastefna þjóðkirkjunnar 2019 haldin í Háteigskirkju 14. september, skorar á Alþingi að hækka nú þegar sóknargjöld safnaða þjóðkirkjunnar til samræmis við tillögur starfshóps um fjárhagsleg tengsl þjóðkirkjunnar og safnaða hennar frá maí 2014 og ríkisstjórnarsamþykktar þar um sem samþykkt var á sínum tíma.“

Fulltrúum á leikmannastefnu var í lok stefnunnar boðið í Biskupsgarð.

Sjá Facebókar-síðu leikmannastefnunnar hér.

Einnig: Starfsreglur um leikmannastefnu

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, og Marinó Þorsteinsson við lok leikmannastefnunnar
  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...