Hveragerðisprestakall laust

28. september 2019

Hveragerðisprestakall laust

Kotstrandarkirkja, önnur tveggja kirkna í Hveragerðisprestatkalli

Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti sóknarprests í Hveragerðisprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Skipað er í embættið frá 1. desember 2019 til fimm ára.

Í Hveragerðisprestakalli, Suðurprófastsdæmi, eru tvær sóknir, Hveragerðissókn og Kotstrandarsókn, með tæplega 2.700 íbúa og tvær kirkjur, Hveragerðiskirkju og Kotstrandarkirkju. Hveragerðis- og Kotstrandarsóknir eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Strandar- og Þorláks- og Hjallasóknum.

Allar gildar umsóknir fara til þriggja manna matsnefndar sem metur hæfni umsækjenda, sbr. 5. og 6. gr. framangreindra starfsreglna um val og veitingu prestsembætta. Matsnefnd velur að jafnaði fjóra hæfustu umsækjendurna en þó aldrei fleiri en fimm og skilar skýrslu þar að lútandi til biskups.

Kjörnefnd Hveragerðisprestakalls kýs sóknarprest úr hópi umsækjenda, að loknu valferli kjörnefndar, sbr. fyrrgreindar starfsreglur um val og veitingu prestsembætta.

Áskilinn er réttur til að skilgreina skyldur sem embættinu tilheyri við prófastsdæmið og biskupsstofu eða önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Biskupafundur hefur unnið að breytingum á skipan prestakalla um allt land með sameiningum tveggja eða fleiri í eitt stærra prestakall án fækkunar presta. Embættið er auglýst með þeim fyrirvara að vera má að biskupafundur leggi tillögur fyrir kirkjuþing er varða m.a. Hveragerðisprestakall og sem kunna að leiða til breytinga á skipan prestakalla í prófastsdæminu hljóti þær samþykki kirkjuþings.

Umsóknarfrestur um embættið er til miðnættis miðvikudaginn 16. október 2019.

Skipað er í embættið frá 1. desember 2019 til fimm ára.

Sjá nánar hér.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Sr. Helga og Ingunn mannauðsstjóri handsala samninginn eftir undirritun - söguleg stund í dag á Biskupsstofu, Katrínartúni 4
22
jan.

Tímamót

Fyrsti ráðningarsamningurinn undirritaður
Reykjavík á votum vetrardegi í janúar
22
jan.

Kirkjan og dagsetur fyrir heimilislausar konur

Boðið yrði upp á heita máltíð í hádeginu
Listafólkið stillti sér að sjálfsögðu upp fyrir myndatöku
22
jan.

Ellefu hlutu styrk

...tónskáld og textahöfundar sem semja kirkjuleg verk