Nanna Guðrún Zoëga, djákni, kvödd

03. október 2019

Nanna Guðrún Zoëga, djákni, kvödd

Nanna Guðrún Zoëga

Nanna Guðrún Zoëga, guðfræðingur og djákni, lést 30. september s.l., og verður jarðsungin frá Vídalínskirkju á morgun, föstudaginn 4. október, og hefst athöfnin kl. 15.00.

Nanna Guðrún fæddist 24 september 1951 og var dóttir hjónanna Sveins Zoëga, framkvæmdastjóra í Reykjavík, og Guðrúnar Sigríðar Zoëga, húsfreyju. Þau eru bæði látin. Eftirlifandi eiginmaður Nönnu Guðrúnar er Lárus Johnsen Atlason, flugvélstjóri. Börn þeirra eru sex að tölu: Una Marsibil, Atli Sveinn, Kristinn Ingi, Lárus Helgi, Sigurjón Örn og Guðjón Hrafn.

Nanna Guðrún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar 1989, og guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1996.

Hún var vígð sem djákni 22. desember 1996 til þjónustu í Garða- og Bessastaðasókn. Var hún tíundi djákninn sem vígður var í seinni tíð.

Hún þjónaði sem djákni við Vídalínskirkju til ársins 2009. Eftir það tók hún við djáknaþjónustu á Vífilsstöðum og þegar hjúkrunarheimilið Ísafold í Garðabæ hóf starfsemi sína árið 2013 varð hún fyrsti djákninn sem starfaði þar. Hún lét af störfum 2017.

Nanna Guðrún var dugmikill starfsmaður kirkjunnar, samviskusöm og trú í störfum sínum. Hún hafði sterka réttlætiskennd og fylgdi málum eftir með festu og kærleika. Skjólstæðingar hennar voru í góðum höndum þar sem hún var annars vegar en hún lét sér afar annt um þá.

Nanna Guðrún Zoëga, djákni, er kvödd með virðingu og þökk. Guð blessi minningu hennar.


  • Frétt

  • Sálgæsla

  • Trúin

Hvað er að frétta?
21
okt.

frettir@kirkjan.is

Allar fréttir úr starfinu eru vel þegnar .
Sr. Gunnar Einar Steingrímsson
21
okt.

Nýr prestur í Laufásprestakalli

Biskup skipar í embættið frá 1. nóvember
Sr. Grétar Halldór ávarpar söfnuðinn - félagsfáni Fjölnis til hægri
20
okt.

Kirkja og íþróttir

Ungmenni úr Fjölni lásu ritningarlestra