Hróarskeldubiskup í heimsókn

10. október 2019

Hróarskeldubiskup í heimsókn

Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup

Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, er á Íslandi í boði Stofnunar Sigurbjörns Einarssonar. Hann hefur gegnt embætti biskups í Hróarskeldu síðan 2008 og situr í framkvæmdastjórn kirkjuráðs í Danmörku. Peter-Fischer hefur verið áberandi í Danmörku og annars staðar á Norðurlöndum í umræðum um náttúruvernd, lífræðilega fjölbreytni, loftslagsbreytingar og sjálbærni.

Hróarskeldubiskup tekur þátt í Skálholtsráðstefnu um „Umhverfissiðbót í þágu jarðar“ og í málstofu Hringborðs norðurslóða í Hörpu um „Siðbót í þágu sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna“. Málstofan verður í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, kl. 17.00 föstudaginn 11. október.

Sunnudaginn 13. október, heldur Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, fyrirlestur í Hallgrímskirkju. Fyrirlesturinn hefst kl. 09.30 og hefur yfirskriftina „Græna kirkjan í Danmörku“. Hann er virkur í starfshópi um Græna kirkju www.gronkirke.dk .

Peter-Fischer Möller prédikar kl. 11. 00 sunnudaginn 13. október í Neskirkju.


 • Fræðsla

 • Frétt

 • Fundur

 • Guðfræði

 • Heimsókn

 • Menning

 • Ráðstefna

 • Samfélag

 • Trúin

 • Viðburður

 • Fræðsla

 • Menning

 • Samfélag

frettir@kirkjan.is
22
okt.

frettir@kirkjan.is

Allar fréttir eru vel þegnar úr starfinu.
Sr. Gunnar Einar Steingrímsson
21
okt.

Nýr prestur í Laufásprestakalli

Biskup skipar í embættið frá 1. nóvember
Sr. Grétar Halldór ávarpar söfnuðinn - félagsfáni Fjölnis til hægri
20
okt.

Kirkja og íþróttir

Ungmenni úr Fjölni lásu ritningarlestra