frettir@kirkjan.is

21. október 2019

frettir@kirkjan.is

Hvað er að frétta?

Mikið starf fer fram í söfnuðum landsins sem er þess vert að frá því sé sagt.

Vefur þjóðkirkjunnar er meðal annars vettvangur fyrir fréttir af starfi safnaðanna.

Allar fréttir úr starfinu eru vel þegnar. Það er í himnalagi að senda fréttapunkta sem við á kirkjan.is vinnum frétt úr og svo má auðvitað senda fréttatexta sem er svo gott sem fullunninn. Heppilegt er að fá myndir sendar sem hæfa efni fréttanna en þó verður að taka mið af nýjum persónuverndarlögum.

Öflugur fréttavefur þjóðkirkjunnar er góð og jákvæð auglýsing fyrir hið gróskumikla starf sem unnið er í söfnuðum landsins til sjávar og sveita.

Kíkið endilega á vef kirkjunnar, kirkjan.is og lesið og fræðist um starfið.

Netfangið er: frettir@kirkjan.is

Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

 


  • Auglýsing

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.