frettir@kirkjan.is

21. október 2019

frettir@kirkjan.is

Hvað er að frétta?

Mikið starf fer fram í söfnuðum landsins sem er þess vert að frá því sé sagt.

Vefur þjóðkirkjunnar er meðal annars vettvangur fyrir fréttir af starfi safnaðanna.

Allar fréttir úr starfinu eru vel þegnar. Það er í himnalagi að senda fréttapunkta sem við á kirkjan.is vinnum frétt úr og svo má auðvitað senda fréttatexta sem er svo gott sem fullunninn. Heppilegt er að fá myndir sendar sem hæfa efni fréttanna en þó verður að taka mið af nýjum persónuverndarlögum.

Öflugur fréttavefur þjóðkirkjunnar er góð og jákvæð auglýsing fyrir hið gróskumikla starf sem unnið er í söfnuðum landsins til sjávar og sveita.

Kíkið endilega á vef kirkjunnar, kirkjan.is og lesið og fræðist um starfið.

Netfangið er: frettir@kirkjan.is

Við hlökkum til að heyra frá ykkur.

 


  • Auglýsing

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Forseti Íslands flytur hugvekju

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. okt. 2024
...á kirkjudegi í Bessastaðasókn
Hofskirkja í Vopnafirði

Laust starf sóknarprests við Hofsprestakall

14. okt. 2024
...auk þess tímabundin afleysing á Þórshöfn
Guðrún biskup í ræðustól

Biskup Íslands í Prag

11. okt. 2024
...á Evrópufundi Lútherska heimssambandsins