Keflavíkursókn á grænni leið

24. október 2019

Keflavíkursókn á grænni leið

Keflavíkursókn í grænni sókn!

Keflavíkursókn varð tíundi söfnuðurinn innan þjóðkirkjunnar til að fá viðurkenninguna „Á grænni leið“, en hann hefur hin síðari ár hugað meira að umhverfisstarfi en áður og það borið árangur. Viðurkenningin var afhent í gær.

Til að hljóta þá viðurkenningu þurfa söfnuðir að uppfylla a.m.k. átta atriði af fjörutíu á gátlista umhverfisstarfs þjóðkirkjunnar sem ber heitið „Græni söfnuðurinn okkar“. Reyndar gerði Keflavíkursókn gott betur því starfið þar uppfyllti 21 atriði og þarf því aðeins fjögur í viðbót til að fá viðurkenninguna „Grænn söfnuður“. Sjá nánar hér.

Sjá hér nánar um Grænu kirkjuna. 

Hingað til hefur aðeins einn söfnuður, Árbæjarsöfnuður, náð því marki að teljast Grænn söfnuður en nokkrir eru þar skammt undan.
Flestir söfnuðir hafa í auknum mæli beint sjónum sínum að umhverfissjónarmiðum en viðurkenningar umhverfisstarfsins eru hugsaðar sem hvatning til dáða á þeirri braut.

Á meðfylgjandi mynd með fréttinni má sjá kirkjufólk Keflavíkursóknar taka við viðurkenningunni. Frá vinstri: sr. Fritz Már Jörgensson prestur, sr. Erla Guðmundsdóttir sóknarprestur, sr. Halldór Reynisson frá umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar og Þórunn Þórisdóttir rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju.


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...