Hvert skal stefna?

25. október 2019

Hvert skal stefna?

Söngfuglar himinsins eru stefnufastir
Í mörgum söfnuðum starfa barnakórar og hafa mjög jákvæð áhrif á kirkjustarfið.

Í síðustu viku komu saman fimmtán kórstjórar kirkjubarnakóra til skrafs og ráðagerða í Háteigskirkju.

Markmiðið var að vinna að skýrari stefnu fyrir starf barnakóranna við kirkjur, huga að hlutverki þeirra og þýðingu í boðun og kirkjustarfi.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, boðaði til þessa vinnudags og dr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, stýrði stefnumótunarvinnu hópsins.

Söngmálastjóri segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og að margt hafi komi fram sem skipti máli í starfi kirkjukóranna sem snerti hlutverk þeirra í helgihaldi, samstarfi við aðra starfsmenn kirkjunnar, starfsaðstöðu og kostnað sem af þeim hlýst.

„Lokaskýrsla um stefnumótunarvinnuna verður svo send til biskups og forsvarsmenna safnaða, auk presta og organista“, segir söngmálastjóri að lokum.
.

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Tónlist

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

5cv2q0voj5my0m0e6flnb.jpg - mynd

Skrifstofa biskups Íslands á Vestfjörðum

23. maí 2025
Skrifstofa biskups Íslands verður á Ísafirði dagana 28. - 31. maí.
biskupafundur 2.jpg - mynd

Yfirlýsing frá biskupafundi Þjóðkirkjunnar

18. maí 2025
„Sama hve máttlaus við kunnum að upplifa okkur gagnvart atburðum utan landsteina Íslands megum við aldrei sætta okkur við að ofbeldi, hvar sem er í heiminum, sé á einhvern hátt ásættanlegt eða eðlilegur hluti af tilveru...
Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.