Nýir prestar komnir til starfa

28. október 2019

Nýir prestar komnir til starfa

Nýir klerkar og eldri

Sr. Erla Björk Jónsdóttir og sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson voru sett inn í embætti presta í Austfjarðaprestakalli við hátíðlega athöfn í Eskifjarðarkirkju í gær, sunnudaginn 27. október. Það var prófasturinn sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir sem stýrði athöfninni.

Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðaprestakalli, ræddi þær breytingar sem nú eiga sér stað á kirkjulegu skipulagi. Hún þakkaði fráfarandi prestum gott og farsælt samstarf og bauð nýju prestana velkomna til starfa.

Með sr. Sigríði Rún, prófasti og sr. Jónu Kristínu, þjónuðu þeir sr. Davíð Baldursson fv. prófastur Austfjarðaprestakalls og sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson, fv. sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli.

Sameiginlegir kórar safnaðanna sungu undir stjórn organistanna Gillian Haworth og Navina M. Dueck-Stefansson. Börn úr tónlistarskóla Eskifjarðar léku forspil og eftirspil.

Viðstöddum var boðið að þiggja veglegar kaffiveitingar í safnaðarheimili eftir stundina.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: sr. Erla Björk, sr. Benjamín Hrafn, sr. Sigurður Rúnar, sr. Davíð, sr. Sigríður Rún og sr. Jóna Kristín.

Myndina tók Emil Thorarensen.


  • Embætti

  • Frétt

  • Menning

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Menning

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.