Glerárprestakall laust

04. nóvember 2019

Glerárprestakall laust

Glerárkirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Glerárprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Í Glerárprestakalli er ein sókn, Lögmannshlíðarsókn, með rúmlega sjö þúsund íbúa og eina kirkju, Glerárkirkju. Lögmannshlíðarsókn er á samstarfssvæði með Akureyrar-, Grundar-, Hóla-, Kaupangs-, Munkaþverár-, Möðruvalla- og Saurbæjarssóknum.

Umsóknarfrestur er til miðnættis mánudaginn 9. desember 2019.

Nánari upplýsingar eru hér.


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Starfsumsókn

  • Umsókn

  • Biskup

Laugarneskirkja í vetrarbúningi
13
des.

Laugarneskirkja sjötug

...afmælisfagnaður miðvikudaginn 18. desember
Kristný Rós og lambið Snæbjört
12
des.

Stutta viðtalið: Börn og aðventa

...skólabörnin hafa streymt í kirkjuna
Þorlákshafnarkirkja
11
des.

Sex sóttu um Þorlákshöfn

Starfið veitt frá og með 1. febrúar 2020