Grafarvogssókn þrítug

10. nóvember 2019

Grafarvogssókn þrítug

Fyrrverandi formaður sóknarnefndar og núverandi lásu lestrana

Í morgun var þess minnst við guðsþjónustu í Grafarvogskirkju að þrjátíu ár eru liðin frá því að Grafarvogsprestakall var stofnað með Grafarvogssókn. Sókninni var skipt út úr Árbæjarsókn hinn 25. maí 1989 og eru sóknarmörkin Elliðaár og Vesturlandsvegur að sunnan og austan en borgarmörk Reykjavíkur að öðru leyti gegnt Mosfellsbæ.

Grafarvogssókn er fjölmennasta sóknin í Reykjavík. Kirkjan var vígð árið 2000.

Fyrsti prestur Grafarvogssóknar var sr. Vigfús Þór Árnason og prédikaði hann við guðsþjónustuna í morgun. Fyrir altari þjónuðu sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir, sr. Sigurður Grétar Helgason og dr. Grétar Halldór Gunnarsson ásamt vígslubiskupnum í Skálholti, sr. Kristjáni Björnssyni.

Ritningalestra lásu leikmennirnir Bjarni Kr. Grímsson, fyrrverandi sóknarnefndarformaður, og Anna Guðrún Sigurvinsdóttir, núverandi formaður sóknarnefndar. Kór Grafarvogskirkju söng og við orgelið var Hákon Leifsson. Sóknarpresturinn, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, var fjarstödd vegna lasleika.

Stærsti steindi kirkjugluggi landsins prýðir kirkjuna. Hann ber heitið Kristnitakan. Höfundur gluggans, Leifur Breiðfjörð, listamaður, var viðstaddur guðsþjónustuna í morgun ásamt konu sinni, Sigríði Jóhannsdóttur, veflistakonu.

Kirkjan. is spurði Leif hvernig tilfinning það væri að sitja andspænis listaverki sínu þremur áratugum síðar. „Það er þægileg tilfinning og maður veltir ýmsu fyrir sér,“ sagði hann hógvær að vanda.

Leifur sagði að vinnsla verksins hefði tekið tvö ár og Sigríður, kona hans, bætti við að hann hefði verið snöggur að rissa upp fyrstu grunnhugmynd að verkinu á sínum tíma. Verkið sýnir Krist í hásætinu og kristnitökuna á Þingvöllum árið 1000. Steindi glugginn var gjöf ríkisstjórnarinnar til æsku landsins í tilefni kristnitökuafmælisins árið 2000 og vegna þess að Grafarvogssókn var barnfjölmennasta sókn landsins.

Í lok guðsþjónustunnar var boðið upp á afmæliskaffi og tvö erindi. Sr. Vigfús Þór flutti erindi þar sem hann sagði frá upphafi sóknarinnar og sr. Kristján vígslubiskup ræddi um framtíðarsýn kirkjunnar.

Vefur Grafarvogssóknar er hér.


Veisluborð


Glæsileg afmæliskaka og ljúffeng

 


  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Ólafsfjarðarkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
08
júl.

Tvær sóttu um Ólafsfjörð

Umsóknarfrestur rann út 7. júlí
Margt fólk gengur í hjónaband þegar blómin anga og sumarsólin skín
08
júl.

Skilyrði rýmkuð

Drengskaparvottorð í stað fæðingarvottorðs
Húsavíkurkirkja - mynd: Sigurður Herlufsen
07
júl.

Þrjár sóttu um Húsavík

Umsóknarfrestur rann út 6. júlí