Tveggja presta óskað

13. nóvember 2019

Tveggja presta óskað

Akraneskirkja

Biskup Íslands óskar eftir prestum til þjónustu í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli, Vesturlandsprófastsdæmis frá og með 1. febrúar 2020.

Um er að ræða tvö störf. Hvað annað starfið varðar er lögð sérstök áhersla á að byggja upp barna- og æskulýðsstarf í prestakallinu. Mun erindisbréf fyrir starfið kveða á um sérstakar skyldur prests þar að lútandi. Hitt starfið lýtur frekar að hefðbundnum prestsstörfum.

Eru umsækjendur beðnir um að tilgreina það skýrt í umsókn sinni um hvort starfið er sótt, eða hvort sótt sé um bæði störfin.

Undir forystu sóknarprests munu prestar skipta með sér verkum og gera með sér skriflegan samstarfssamning, sem kveður frekar á um þær skyldur sem fylgja prestakallinu og miðar að því að jafna þjónustubyrði.

Nánari upplýsingar eru hér.

Umsóknarfrestur er til miðnættis fimmtudagsins 12. desember 2019.


    IMG_6011.jpg - mynd

    Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

    25. okt. 2025
    Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
    Mari_a A_g.jpg - mynd

    Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

    15. okt. 2025
    María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.
    image0.jpg - mynd

    Hilda María ráðin

    10. okt. 2025
    Hilda María hefur verið ráðin prestur við Stykkishólmsprestakall. Sex sóknir tilheyra prestakallinu.