Tónmenntasjóður kirkjunnar

14. nóvember 2019

Tónmenntasjóður kirkjunnar

Fætur kirkjuorganistansHægt er að sækja um styrki í Tónmenntasjóð kirkjunnar til miðnættis sunnudaginn 24. nóvember n.k.

Umsóknir sendist á netfangið: margret.boasdottir@kirkjan.is

Samkvæmt reglum sem taka til sjóðsins skal hann styrkja tónskáld og textahöfunda sem semja kirkjuleg verk.

Í tilkynningu frá sjóðsstjórn segir að styrkhæf verk séu meðal annars: frumsköpun tónlistar og útsetningar; textar og þýðingar við tónlist; útgáfa á nótum sem og hljóðritum; og heimildarit um kirkjutónlist. Sjóðurinn styrkir ekki tónleikahald.

Þar sem ekkert sérstakt eyðublað fyrir styrkumsókn er til þá skal eftirfarandi koma fram í umsókninni: nafn, heimilisfang, kennitala, netfang og símanúmer. Einnig stutt ferilskrá og greinargóð lýsing á verkefninu ásamt kostnaðaráætlun. Þá er hægt að senda sýnishorn með umsókn.

Úthlutun styrkja fer fram í desember á þessu ári.

Í stjórn Tónlistarsjóð kirkjunnar eru:

Margrét Bóasdóttir, formaður, tilnefnd af mennta- og menningarmálaráðherra

Hildigunnur Rúnarsdóttir, meðstjórnandi, tilnefnd af STEF

Hrafn Andrés Harðarson, meðstjórnandi, tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands

Varamenn eru:

Gunnar Andreas Kristinsson
tilnefndur af STEF

Margrét Lóa Jónsdóttir
tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands

 
  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

Grundarfjarðarkirkja

Laust starf sóknarprests

02. okt. 2023
.....í Setbergsprestakalli
Guðmundur Kristjánsson, Svana Helen Björnsdóttir, Guðmundur Ásgeirsson og sr. Bjarni Þór Bjarnason

Höfðinglegar gjafir

02. okt. 2023
......hátíð í Seltjarnarneskirkju
Sr. María Guðrúnar Ágústsdóttir

Sóknarprestsskipti

29. sep. 2023
.....í Fossvogsprestakalli