Sóknasamband Íslands

18. nóvember 2019

Sóknasamband Íslands

Frá kirkjuþingi 2019 - Steindór R. Haraldsson fremst fyrir miðri mynd

Fyrir nokkru var Sóknasamband Íslands stofnað á fundi í Vídalínskirkju í Garðabæ.

Góður samhljómur og jákvæðni ríkti á fundinum að sögn Steindórs R. Haraldssonar.

Kirkjan. is spurði Steindór að því hvenær hafi verið farið að huga að stofnun sambandsins og hvers vegna.

Steindór segist hafa verið kjörinn árið 2010 á kirkjuþing en hafi verið starfandi sem leikmaður í kirkjunni áður svo áratugum skipti.

„Ég var ekki búinn að vinna lengi í grasrótinni þegar ég fann að það var augljóslega gjá á milli þjóðkirkjunnar heima á vettvangi og kirkjustjórnarinnar,“ segir Steindór.

„Það voru frekar dræmar undirtektir þegar ég fór að tala fyrir sóknasambandi árið 2013,“ bætir hann við og segir að viðhorf safnaðarfólks séu gjörbreytt frá því sem áður var. „Dropinn holar steininn,“ segir Steindór fastmæltur.

Markmið Sóknasambands Íslands koma fram í stofnskránni sem hér má sjá að neðan.

„Ég er þess fullviss að þau náist og það er ekki spurning um hvort heldur aðeins hvenær,“ segir Steindór fullur sannfæringar.

Steindór segir mjög mikilvægð að hefjast sem allra fyrst handa um að kynna það öfluga starf sem fram fer í kirkjum landsins.

„Þegar fólk fer að átta sig á því hversu mikilvægt starf safnaðanna er í samfélagslegu tilliti vítt og breitt um landið,“ segir Steindór brennandi í andanum og heldur áfram „þá verður viðhorfsbreyting og fólk fær aðra sýn á kirkjuna.“

Steindór segir að fólk verði að átta sig á því hvílíkt brotabrot það er af þjóðinni sem hefur horn í síðu kirkjunnar og sé ótrúlega mikið hlaupið eftir því í ljósi mannfjöldans í 260 sóknum landsins sem séu eins og þétt net um allt land. Söfnuðir bjóða fram víðtæka þjónustu um landið – hver á sínum stað – og líka í samvinnu hver við annan - og fólkið er þakklátt fyrir þjónustuna.

„Sóknasambandið mun gera þessa þjónustu og mikilvægi hennar sýnilega“, segir Steindór „það mun þjappa fólki saman um land allt.“

 

     Stofnskrá    Sóknasambands Íslands


 1. grein
Félagið heitir: Sóknasamband Íslands

2. grein
Heimili félagsins og varnarþing er í Reykjavík.
3. grein
Tilgangur félagsins er að standa vörð um hagsmuni sókna í íslensku þjóðkirkjunni.

4. grein
Markmið félagsins.
 Efla og styrkja sóknir þjóðkirkjunnar, bæði fjárhagslega og félagslega.
 Vera samnefnari og talsmaður sókna út á við, eftir því sem við á.

5. grein
Stofnfélagar eru allar sóknir í þjóðkirkjunni. Sóknir geta sagt sig frá þátttöku í Sóknasambandinu.

6. grein
Öll starfsemi félagsins skal vera öllu þjóðkirkjufólki aðgengileg.

7. grein
Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en 1. apríl ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Seturétt á aðalfundi hafa allir aðal- og varamenn í sóknarnefndum, sem skráðar eru í Sóknasambandið og eru þeir kjörgengir til stjórnarkjörs. Hver sókn hefur eitt atkvæði. Einfaldur meirihluti mættra félaga ræður úrslitum mála. Starfstímabil félagsins er almanaksárið.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál
8. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 9 félagsmönnum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sérstaklega, af þessum 9 að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Varamenn eru kosnir með sama hætt. Stjórn félagsins fer með málefni þess milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Stjórnin getur skipað starfshópa um afmarkaða þætti. Stjórnarfundur telst löglegur mæti 5 stjórnarmenn til fundar.
Aðalfundur kýs einnig tvo skoðunarmenn til eins árs í senn til að endurskoða reikningshald félagsins. Skoðunarmenn skulu uppfylla hæfisskilyrði 2. mgr. 97. gr. ársreikningalaga nr. 3/2006.

9. grein
Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi. Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

10. grein
Stjón gerir tillögu til aðalfundar um ráðstöfun á mögulegum rekstrarafgangi af starfsemi félagsins.
11. grein
Ákvörðun um slit félagsins skal taka á aðalfundi með einföldum meirihluta atkvæða.
12. grein
Stjórn samtakanna boðar til félagsfunda þegar þurfa þykir, eða ef 1/3 hluti félagsmanna óskar þess.
13. grein
Stofnskrá þessi var samþykkt á stofnfundi félagsins.
Garðabæ, 26. oktober 2019.
Undirritanir stjórnarmanna, nöfn og kennitölur.




  • Frétt

  • Fundur

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Menning

  • Samfélag

Kristín og Steinunn

Biskupskápa hönnuð og saumuð af íslenskum konum

17. sep. 2024
... fagurblá með birkigreinum
Dómkirkjan í Reykjavík

Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni

17. sep. 2024
...alla miðvikudaga kl. 18:00
Krakkar í Búst..jpg - mynd

Fimm ára börn fengu Litlu Biblíuna

16. sep. 2024
...í Bústaðakirkju