Eyrarbakkaprestakall laust

19. nóvember 2019

Eyrarbakkaprestakall laust

Eyrarbakkakirkja

Biskup Íslands óskar eftir sóknarpresti til þjónustu í Eyrarbakkaprestakall, Suðurprófastsdæmi frá og með 1. febrúar 2020.

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og kirkja er í hverri sókn. Íbúafjöldi í prestakallinu eru 1.443. Prestakallið er í tveimur sveitarfélögum og nær yfir þann hluta Árborgar sem næst er sjó og syðsta hluta Flóahrepps. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Áskilinn er réttur til að skilgreina nánar viðbótarskyldur við prófastsdæmið og biskupsstofu eða önnur kirkjuleg stjórnvöld.

Um val á umsækjendum er vísað til starfsreglna kirkjuþings „um val og veitingu prestsembætta“ nr. 144/2016 og „um presta“ nr. 1011/2011, svo og „leiðbeinandi reglna biskups Íslands fyrir umsækjendur um laus prestsembætti“ frá 2017.

Vakin er athygli á fyrirhuguðum breytingum á réttarstöðu starfsmanna kirkjunnar, þar með talið presta, sbr. viðbótarsamning íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar, dags. 6. september 2019 þar sem fram kemur að fyrirhugað sé að dómsmálaráðherra leggi fram frumvarp til laga á Alþingi, sem feli m.a. í sér breytingu á 22. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, en í umræddri grein eru biskup Íslands, vígslubiskupar, prófastar og prestar þjóðkirkjunnar tilgreindir sem embættismenn ríkisins. Fyrirhugað er að breytingin taki gildi frá og með 1. janúar 2020.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 18. desember 2019.

Sjá nánar hér.

 

 

 

 


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Bústaðakirkju

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall