Sr. Ninna Sif í Hveragerði

21. nóvember 2019

Sr. Ninna Sif í Hveragerði

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir

Umsóknarfrestur um Hveragerðisprestakall rann út á miðnætti 16. október. Kjörnefnd valdi sr. Ninnu Sif Svavarsdóttur sem næsta sóknarprest.

Sr. Ninna Sif Svavarsdóttir fæddist á Akranesi árið 1975, ólst þar upp og í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1995 og guðfræðiprófi, cand. theol., frá H. Í. 2007 og MA-prófi í guðfræði 2014. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt og verið m.a. stundakennari við guðfræðideild H.Í., og forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Hún var æskulýðsfulltrúi Selfosskirkju 2009 og var vígð þangað til prestsþjónustu árið 2011. Sr. Ninna Sif var skipuð prestur í Selfossprestakalli árið 2015. Hún hefur verið formaður Prestafélags Íslands frá 2018.

Eiginmaður sr. Ninnu Sifjar er Daði Sævar Sólmundarson og eiga þau fjögur börn.

Biskup skipar í embættið frá og með 1. desember til fimm ára.

Í Hveragerðisprestakalli, Suðurprófastsdæmi, eru tvær sóknir, Hveragerðissókn og Kotstrandarsókn, með tæplega 2.700 íbúa og tvær kirkjur, Hveragerðiskirkju og Kotstrandarkirkju. Hveragerðis- og Kotstrandarsóknir eru á samstarfssvæði með Selfoss-, Hraungerðis-, Laugardæla-, Villingaholts- Gaulverjabæjar-, Eyrarbakka-, Stokkseyrar-, Strandar- og Þorláks- og Hjallasóknum. 

 

  • Auglýsing

  • Biskup

  • Embætti

  • Frétt

  • Kosningar

  • Sálgæsla

  • Samstarf

  • Starfsumsókn

  • Trúin

  • Biskup

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...