Prestsvígsla á Hólum 1. desember

26. nóvember 2019

Prestsvígsla á Hólum 1. desember

Sindri Geir Óskarsson verður vígður á fullveldisdaginn

Sindri Geir Óskarsson verður vígður til tímabundinnar afleysingarþjónustu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi sunnudaginn 1. desember. Vígslan fer fram á Hólum og er það vígslubiskup Hólaumdæmis, sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, sem sér um hana.

Sindri Geir er fæddur í Ósló 29. ágúst árið 1991. Hann er uppalinn á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 2010 og mag. theol.-prófi frá H.Í. 2016.

Hann fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Noregs og starfaði þar sem „prestevikar“ (óvígður afleysingamaður prests), í tæp tvö ár. Síðan lauk hann guðfræðnámi frá H.Í. samhliða störfum sínum þar ytra.

Undanfarin ár hefur Sindri Geir fengist við kennslu á Akureyri, unnið sem svæðisstjóri KFUM & K á Norðurlandi og sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.

Sindri Geir hefur setið í jafnréttisnefnd kirkjunnar, tekið sæti sem leikmaður á kirkjuþingi og starfað með umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar en þau mál hafa verið honum mjög hugleikin. Hefur hann m.a. tekið að sér að skrifa handbók kirkjunnar um umhverfisstarf, og þýtt norska bók um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og kristna siðfræði. Þá hefur Sindri Geir verið einn af fulltrúum Lútherska heimssambandsins á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna undanfarin tvö ár.

Kona Sindra Geirs er Sigríður Árdal grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn.


 • Biskup

 • Embætti

 • Frétt

 • Menning

 • Messa

 • Samfélag

 • Trúin

 • Viðburður

 • Biskup

 • Menning

 • Samfélag

Bjalla kirkjuþings - gefin 1985

Kirkjuþingstíðindi

17. sep. 2020
...fundum kirkjuþings 2020 frestað
Á góðri stund á kirkjuþing. Frá vinstri: sr. Bryndís Malla Elídótttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, Anna Guðrún Sigurvinsdóttir

Svipmyndir frá kirkjuþingi

16. sep. 2020
Sjón er sögu ríkari
Fundur fjárhagsnefndar kirkjuþings með kjaranefnd kirkjunnar í gær - frá vinstri: Hermann Ragnar Jónsson, Kjartan Sigurjónsson, Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, Gísli Gunnarsson, Einar Karl Haraldsson, Anna Mjöll Karlsdóttir, Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri kirkjuþings, Guðrún Zoëga, formaður kjaranefndar, Drífa Hjartardóttir, forseti kirkjuþings, Gísli Jónasson, formaður fjárhagsnefndar, Svana Helen Björnsdóttir

Kosningar á kirkjuþingi

16. sep. 2020
..nefndir og stjórnir...