Kyrrðardagar á aðventu

28. nóvember 2019

Kyrrðardagar á aðventu

Skálholt á fögrum vetrardegi, 28. nóvember 2019

Kirkjan.is renndi í Skálholt ýmissa erinda og hitti í morgun meðal annars sr. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti, og innti hann eftir kyrrðardögunum.

Í Skáholti var froststilla, hreinviðri og bjart. Engin svifryksmengun þar á bæ. Þannig er spáin líka áfram.

„Já, nú er boðið upp á kyrrðardagana í byrjun aðventu, 6. desember til 8. desember,“ sagði sr. Kristján, „það hefur ekki verið áður gert.“ Hann sagði að það yrði spennandi að sjá hvort ný tímasetning kæmi fólki betur.

Yfirskrift kyrrðardaga á aðventu í Skálholti er „Kom, heilög gleði.“ Það eru nafnarnir sr. Kristján Björnsson og Kristján Valur Ingólfsson, sem leiða kyrrðardagana að þessu sinni.

Skálholtsstaður er upphafsreitur kyrrðardaganna og helgi staðarins og saga, hafa jafna djúp og mikil áhrif á þátttakendur.

Stefið í kyrrðardögunum að þessu sinni er aðventan sem undirbúningstími jóla og andlegrar uppbyggingar einstaklingsins gagnvart þeim gleðilega boðskap sem jólin flytja: Guð vitjar heimsins.

Á kyrrðardögum er íhugað, útivera stunduð, hugleitt í kyrrð og næði, hvort heldur í Skálholtsskóla eða í stuttum helgistundum í Skálholtsdómkirkju.

Dagskrá kyrrðardaganna og skráningu má sjá hér.


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.