Prestsvígsla á aðventu

1. desember 2019

Prestsvígsla á aðventu

Að lokinni prestsvígslu í Hóladómkirkju

Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, vígði í morgun mag. theol. Sindra Geir Óskarsson til hálfs árs afleysingarþjónustu í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur, lýsti vígslu. Vígsluvottar voru: sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sr. Stefanía Steinsdóttir og sr. Halla Rut Stefánsdóttir.

Kirkjukór Hóladómkirkju söng og við orgelið var Jóhann Bjarnason.

Þetta var þriðja prestsvígslan á Hólum á þessu ári. .

Sindri Geir hefur setið í jafnréttisnefnd kirkjunnar, tekið sæti sem leikmaður á kirkjuþingi og starfað með umhverfisnefnd þjóðkirkjunnar en þau mál hafa verið honum mjög hugleikin. Hefur hann m.a. tekið að sér að skrifa handbók kirkjunnar um umhverfisstarf, og þýtt norska bók um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og kristna siðfræði. Þá hefur Sindri Geir verið einn af fulltrúum Lútherska heimssambandsins á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna undanfarin tvö ár.

Kona Sindra Geirs er Sigríður Árdal grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn.


  • Biskup

  • Frétt

  • Menning

  • Messa

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

Bettý vakir sem engill yfir kirkjunni við ysta haf
05
ágú.

Litla sóknin: Konan á Sæbóli

Lopasápa, hempa, spírall lífsins, rafmagnskross og keltneskur kross...
Skálholtsdómkirkja
04
ágú.

Stutt við Skálholt

Rafrænn söfnunarbaukur
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir bakvið kórskil í kirkjunni
02
ágú.

Lifandi kirkja í safni

...ilmar öll af viði og tjöru