Sorg á aðventu

2. desember 2019

Sorg á aðventu

Maríumynd í Háteigskirkju, eftir Benedikt Gunnarsson

Fimmtudaginn 5. desember verður samverustund í Háteigskirkju fyrir syrgjendur og hefst hún kl. 20.00. Þjóðkirkjan, Landspítalinn og Sorgarmiðstöð standa að skipulagningu samverustundarinnar.

Þau sem standa að þessari stund segja hana vera fyrir fólk sem misst hafi ástvin á árinu og eiga um sárt að binda. Samveran mótist af kyrrð og frið, þakklæti og huggun.

Sr. Sigrún Óskarsdóttir og sr. Eysteinn Orri Gunnarsson, stýra samverunstundinni. Ritningarlestur les Valgerður Sigurðarsdóttir, læknir. Árný Sigurðardóttir túlkar yfir á táknmál.

Tónlist verður í umsjón kórs Háteigskirkju, Kordiu, sem flytur jólasálma. Helen Whitaker leikur á flautu og Sara Grímsdóttir syngur. Við píanóið er Guðný Einarsdóttir.

Viðstöddum gefst kostur á að kveikja á kerti í minningu um látna ástvini.

Léttar veitingar í safnaðarheimilnu í lok stundarinnar.


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Tónlist

  • Trúin

  • Viðburður

  • Menning

Nýr einkennisklæðnaður kvenbiskupa

Nýr einkennisklæðnaður

18. sep. 2020
...finnsk áhrif
Bjalla kirkjuþings - gefin 1985

Kirkjuþingstíðindi

17. sep. 2020
...fundum kirkjuþings 2020 frestað
Á góðri stund á kirkjuþing. Frá vinstri: sr. Bryndís Malla Elídótttir, sr. Guðrún Karls Helgudóttir, Anna Guðrún Sigurvinsdóttir

Svipmyndir frá kirkjuþingi

16. sep. 2020
Sjón er sögu ríkari