Aðventu- og jólalög

9. desember 2019

Aðventu- og jólalög

Tónleikar í Langholtskirkju og Hallgrímskirkju

Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur það hlutverk að sjá um kennslu í kirkjutónlist og mennta organista til starfa fyrir söfnuði landsins.

Námsúrval í skólanum er fjölbreytilegt, fjórar námsbrautir alls sem eru kirkjuorganistapróf, kantorspróf, einleiksáfangi og BA-gráða í kirkjutónlist.

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans nú á aðventunni.

Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 12. 00. 

Þar koma fram Matthías Harðarson og Una Haraldsdóttir.

Þau flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 18. 00. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Tónskóli þjóðkirkjunnar


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Laust starf

21. nóv. 2025
... starf prests við Borgarfjarðarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi með sérstakar skyldur við prófastsdæmið
Sigurður flosa.jpg - mynd

Sigurður Flosason söngmálastjóri

18. nóv. 2025
Biskup Íslands hefur valið Sigurð Flosason tónlistarmann, tónskáld og tónlistarkennara í starf söngmálastjóra.
Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni