Aðventu- og jólalög

9. desember 2019

Aðventu- og jólalög

Tónleikar í Langholtskirkju og Hallgrímskirkju

Tónskóli þjóðkirkjunnar hefur það hlutverk að sjá um kennslu í kirkjutónlist og mennta organista til starfa fyrir söfnuði landsins.

Námsúrval í skólanum er fjölbreytilegt, fjórar námsbrautir alls sem eru kirkjuorganistapróf, kantorspróf, einleiksáfangi og BA-gráða í kirkjutónlist.

Tvennir tónleikar verða á vegum Tónskólans nú á aðventunni.

Tónleikar kirkjutónlistarbrautar Listaháskóla Íslands og Tónskólans verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 11. desember kl. 12. 00. 

Þar koma fram Matthías Harðarson og Una Haraldsdóttir.

Þau flytja verk eftir Johann Sebastian Bach og Olivier Messiaen.

Jólatónleikar Tónskólans verða í Langholtskirkju föstudaginn 13. desember kl. 18. 00. Þar koma fram nemendur skólans í kórstjórn og orgelleik.
 Á tónleikunum verða flutt verk tengd aðventu og jólum.

Tónskóli þjóðkirkjunnar


  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Tónlist

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.