Fæðing milli lands og Eyja

14. desember 2019

Fæðing milli lands og Eyja

Frábært framtak

Ungi presturinn lá í almenningi í koju um borð í Herjólfi frá Þorlákshöfn til Eyja. Margt leitaði á huga unga prestsins þegar ferjan veltist til og frá. Hvað væri hægt að gera í söfnuðinum til að draga fram mikilvægi aðventunnar? Það rifjaðist upp fyrir honum jóladagatal þjóðkirkjunnar sem hann hafði séð á námsárum sínum í guðfræðideildinni fyrir tæpum áratug. Það voru góðar minningar og hann spurði sjálfan sig hvort þau í söfnuðinum gætu gert eitthvað svipað. Tækninni hefði jú fleygt ótrúlega hratt áfram og annar hvor maður væri nú að senda myndskeið á ýmsum miðlum út og suður.

Og hugmyndin fæddist: „Við gerum þetta núna!“ sagði ungi presturinn sr. Viðar Stefánsson við sjálfan sig og spratt upp.

Þessi ferð var ein af mörgum milli lands og Eyja en hún ól af sér Jóladagatal Landakirkju í fyrra, og bar yfirskriftina Þakkarorð á aðventu. Það gekk vel og hratt fyrir sig enda gengu allir í sama takti. Og Eyjamenn mjög ánægðir með framtak kirkju sinnar og síns fólks.

Og á þessari aðventu eins og í fyrra fór söfnuðurinn aftur af stað með annað jóladagatal undir kjörorðinu: Að lifa í von. Allt gekk vel.

Þau höfðu reynsluna frá fyrra jóladagatali og hún var góð. Halldór B. Halldórsson var þeim innanhandar eins og í fyrra, tók upp og klippti til. Haft var samband við Vestmannaeyinga úr ýmsum geirum samfélagsins, á öllum aldri, og þeim boðið að ræða um vonina sem býr í brjóstum þeirra þegar aðventa og jól ganga í garð. Auðvelt var sem fyrr að fá fólk til að taka þátt í jóladagatali Landakirkju í Vestmannaeyjum – enda hver segir nei við kirkjuna sína?

Jóladagatali Landakirkju er deilt á Facebókarsíðu kirkjunnar. Eins og á öðrum jóladagatölum opnast einn gluggi á dag og því spennandi að sjá hver sprettur upp úr glugganum og hvað hann eða hún segir. Sérstaklega hlýtur það að vera gaman fyrir Eyjamenn sjálfa að sjá kannski granna og vini sína í allt öðru hlutverki en venjulega – og sjá um leið hve samfélag þeirra er ríkt af mannauði.

Aðrir fjölmiðlar í Eyjum birta jóladagatalið sem og vefur þjóðkirkjunnar, kirkjan.is. Þá er hægt að sjá alla gluggana á Youtube.

Framtak Landakirkjusafnaðar – Ofanleitissóknar – í Vestmannaeyjum er til mikillar fyrirmyndar og sýnir hvað hægt er að gera í góðri samvinnu við sóknarbörn og aðra.

Jóladagatalið er svo hér.

Hér má sjá heimasíðu Landakirkju:


Prestarnir í Eyjum, sr. Guðmundur Örn og sr. Viðar


Úr Landakirkju (skjáskot)

 


  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Samstarf

  • Trúin

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Forseti Íslands flytur hugvekju

Forseti fjallaði um áskoranir í lífi ungs fólks

14. okt. 2024
...á kirkjudegi í Bessastaðasókn
Hofskirkja í Vopnafirði

Laust starf sóknarprests við Hofsprestakall

14. okt. 2024
...auk þess tímabundin afleysing á Þórshöfn
Guðrún biskup í ræðustól

Biskup Íslands í Prag

11. okt. 2024
...á Evrópufundi Lútherska heimssambandsins