Tvær snjallar bækur

15. desember 2019

Tvær snjallar bækur

Tvær snotrar bækur og snjallar

Það er snjallt að skrifa tvær bækur um sorg og gleði og gefa þær út saman sem systur: Stafróf gleðinnar og Stafróf sorgarinnar.

Þær eru að sönnu systur í hversdagsleika manneskjunnar. Gleðin er ferðafélagi sem við teljum allajafna sjálfsagðan og jafnvel svo að við tökum ekki eftir honum þó hann sé skyldugur að mæta. Sorgin er ferðafélagi sem slæst í för með okkur þó svo við viljum ekkert af honum vita. En hann kemur. Eins og gleðin.

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir er lipur penni og hefur skrifað þessar tvær litlu bækur af skynsemi og hlýju. Á hverri opnu er textinn, auðlesinn í andrá eða hægt lesinn vegna þess að aðstæður kalla á slíkan lestur. Þetta er íhugunartexti, og kannski meira en það. Hver íhugun, eða umfjöllunartexti, hefst á sögn í boðhætti. Þér er sagt að treysta, prófa, opna hjarta... o.s.frv. Í sorgarferli er stundum gott að taka við mildilegri skipun í boðhætti þegar fólk er á milli vita eða öryggislaust í breyttum aðstæðum. Þá getur verið að hollur vinur eða traust vinkona stigi inn í dómgreind viðkomandi og segi til um hvað gera skuli – að minnsta kosti um stund. Í gleðibókinni er það sama uppi á teningnum og þá má líta svo á að um sé að ræða hvatningu til að gleðjast. Lyfta fólki upp úr einhverjum drunga og segja við það: Hlæðu! Útbreiddu gleðina, fagnaðu, ýktu, vertu ánægður... o.s.frv.

Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir er lipur penni og hefur skrifað þessar tvær litlu bækur af skynsemi og hlýju. Á hverri opnu er textinn, auðlesinn í andrá eða hægt lesinn vegna þess að aðstæður kalla á slíkan lestur. Þetta er íhugunartexti, og kannski meira en það. Hver íhugun, eða umfjöllunartexti, hefst á sögn í boðhætti. Þér er sagt að treysta, prófa, opna hjarta... o.s.frv. Í sorgarferli er stundum gott að taka við mildilegri skipun í boðhætti þegar fólk er á milli vita eða öryggislaust í breyttum aðstæðum. Þá getur verið að hollur vinur eða traust vinkona stigi inn í dómgreind viðkomandi og segi til um hvað gera skuli – að minnsta kosti um stund. Í gleðibókinni er það sama uppi á teningnum og þá má líta svo á að um sé að ræða hvatningu til að gleðjast. Lyfta fólki upp úr einhverjum drunga og segja við það: Hlæðu! Útbreiddu gleðina, fagnaðu, ýktu, vertu ánægður... o.s.frv.

Það er líka skemmtilegur leikur sem felst í nafni bókanna tveggja, stafróf. Hugleiðingar bókanna eru í stafrófsröð – lesandi getur farið að velta fyrir sér í leik – sem er mikilvægur og höfundur víkur að í einni hugleiðingunni – á hvaða orði næsta hugleiðing byrjar, lesandinn veit hver fyrsti stafurinn er! En lesandi getur líka sagt sem svo að það sé náttúrlega ekki bara stafrófsröð í leik sem þessum sem býr að baki bókanafni heldur sé lífið nú harla oft svo að gleðin getur flætt um í öllu litrófi stafrófsins og eins getur sorgartakið birst undir ýmsum nöfnum og öll styðjast þau við einhvern staf í broddi orðafylkingar.

Hver hugleiðing endar á spakmælum úr ýmsum áttum. Það er vel til fundið og þau mörg hver líka íhugunarefni út af fyrir sig.

Bækurnar tvær, Stafróf gleðinnar og Stafróf sorgarinnar eru upplagðar tækifærisgjafir, og til að smeygja aukalega með í jólapakka eftir því sem við á, sem og til nota í kirkjulegu starfi.

Hafi Petrína Mjöll kærar þakkir fyrir skínandi góðar bækur og uppbyggilegar. Vonandi fáum við að heyra meira frá henni á ritvellinum. Bók hennar, Salt og hunang, kom út árið 2016 og féll í góðan jarðveg. Síðast í gær heyrði kirkjan. is mann segja að hann væri að lesa Salt og hunang þriðja árið í röð. Það segir manni að sá texti sé á þeirri vegferð að verða sígildur. Það er vel að verki staðið.

Skálholtsútgáfan – útgáfufélag þjóðkirkjunnar sem gefur út Stafróf gleðinnar og Stafróf sorgarinnar.

Heiðurinn af fallegu umbroti og smekklegu á Brynjólfur Ólason.


  • Frétt

  • Kærleiksþjónusta

  • Menning

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Útgáfa

  • Viðburður

  • Menning

  • Samfélag

Sálgæslu og fjölskylduþjónustan er til húsa í safnaðarheimili Háteigskirkju

Gríðarleg eftirspurn hjá Sálgæslu og fjölskylduþjónustu kirkjunnar

10. okt. 2024
...segir Vigfús Bjarni forstöðumaður
Börn og fullorðnir í Langholtskirkju

Skiptir messuformið máli?

09. okt. 2024
...þróunarvinna í Langholtskirkju
Háteigskirkja

Góð þátttaka í fjölbreyttum fermingarstörfum

08. okt. 2024
...fermingarstarf í Háteigskirkju