Góð heimsókn

13. janúar 2020

Góð heimsókn

Guðfræðinemar frá Wartburg-háskóla í - dr. Sam er þriðji frá vinstri í aftari röð

Fjöldi íslenskra presta hefur farið í kynnisferðir í Wartburg-háskólann í Waverly, Iowafylki, í Bandaríkjunum. Er það mál þeirra sem farið hafa að þær ferðir hafi verið vel heppnaðar og hafi verið mjög svo fræðandi um bandarískt kirkjulíf sem er á ýmsan hátt mjög frábrugðið því íslenska.

Sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digranesprestakalli, hefur haft frumkvæði að þessum kynnisferðum og skipulagt þær en hann var við nám í skólanum. Wartburg-háskólinn er evangísk-lútherskur og var stofnaður árið 1852.

Heimsóknirnar hafa verið gagnkvæmar. Guðfræðistúdentar úr Wartburg-háskóla hafa komið hingað mjög oft í janúarmánuði með dr. Sam Giere, prófessor í Gamla testamentisfræðum við skólann. Þetta hafa verið misstórir hópar og íslenskt kirkjustarf hefur verið kynnt fyrir þeim. Sr. Gunnar Sigurjónsson hefur haft veg og vanda af skipulagi heimsókna hinna bandarísku guðfræðinema hingað til lands.

Að þessu sinni var hópurinn óvenju fámennur en hann kom við á Biskupsstofu í Katrínartúni í dag og var fræddur um þjóðkirkjuna. Í tilefni þess var þessari mynd smellt af hinum vaska bandaríska hópi og þeim sem fræddu hann um þjóðkirkjuna en það voru þau sr. Þorvaldur Víðisson, sr. Sigfús Kristjánsson, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, sr. Gunnar Sigurjónsson, og Pétur G. Markan, samskiptastjóri kirkjunnar. 

Hópurinn staldrar við í rúma viku og hyggst halda utan á morgun – ef veður leyfir.

Heimasíða Wartburgar-háskóla er hér.

hsh

Að sjálfsögðu er stytta af Marteini Lúther fyrir utan háskólann

Kapella háskólans
  • Alþjóðastarf

  • Fræðsla

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Viðburður

  • Fræðsla

  • Menning

  • Samfélag

Bettý vakir sem engill yfir kirkjunni við ysta haf
05
ágú.

Litla sóknin: Konan á Sæbóli

Lopasápa, hempa, spírall lífsins, rafmagnskross og keltneskur kross...
Skálholtsdómkirkja
04
ágú.

Stutt við Skálholt

Rafrænn söfnunarbaukur
Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir bakvið kórskil í kirkjunni
02
ágú.

Lifandi kirkja í safni

...ilmar öll af viði og tjöru