Kirkja og samfélag

16. janúar 2020

Kirkja og samfélag

Morgunkaffi í Seltjarnarneskirkju

Um árabil hefur Seltjarnarneskirkja boðið starfsfólki umhverfissviðs Seltjarnarnesbæjar – og reyndar líka félagsmálasviðinu – í morgunkaffi í kirkjunni.

Umhverfissvið bæjarins sinnir ýmsu í kringum kirkjuna árið um kring. Sóknarnefndin hefur viljað sýna þakklæti sitt með þessu morgunfundi og kaffisopa .

Kirkjan. is var á staðnum í morgun þegar starfsfólkið streymdi inn í morgunkaffið í kirkjunni og það var létt yfir mannskapnum. Sóknarprestur og sóknarnefndarfólk tóku þeim fagnandi. Ljóst var að fólk kannaðist vel við hvert annað. Og það var margt að ræða á nýju ári. Þar var smiðurinn af umhverfssviðinu, píparinn, garðyrkjustjórinn, vélavörðurinn, bílstjórinn, gröfumaðurinn og sá sem er á skóflunni.

Vel á minnst, gamla góða skóflan?

„Það eru ekki allir sem vilja vera á henni,“ sagði einn viðmælendanna á umhverfissviðinu við tíðindamann kirkjunnar. „Hún er ekki vinsæl svosem. En nauðsynleg því að ekki er hægt að vélgrafa allt.“

„Hvað með hakann? Er hann notaður?“ spurði kirkjan.is á þessum kyrra vetrarmorgni og virtist sem rabbið væri að fara út í móa eða upp á Valhúsahæðina sjálfa. En svo varð ekki.

„Tja, nei,“ var svarið og við bætt: „Þegar maður sýnir ungu fólki haka þá veit það ekki hvaða verkfæri er þarna á ferð.“

Svona breytast tímarnir hjá umhverfissviðinu frá því að haki og skófla voru þar í öndvegi.

Í smærri sveitarfélögum næst oft gott samstarf milli kirkju og þeirra er stýra þar málum í samfélaginu. Hvað styður annað. Seltjarnarnesbær er dæmi um slíkt – enda þótt það sé reyndar býsna stórt samfélag.

Mikilvægt er að kirkjan rækti nærsamfélagið því að það er hluti af rótum hennar.

hsh

Veitingarnar voru undirstöðugóðar

Erna Kristinsdóttir Kolbeins sóknarnefndarkona fylgist með

Þrír heiðursmenn tóku á móti fólkinu á umhverfissviðinu:
Guðmundur Einarssonar, formaður sóknarnefndar,
Marteinn Lúther, og sr. Bjarni Þór Bjarnason


  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Samfélag

  • Menning

  • Samfélag

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.
Mari_a A_g.jpg - mynd

Nýr prófastur í Vesturlandsprófastsdæmi

15. okt. 2025
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er nýr prófastur á Vesturlandi.