Kirkjan að störfum: Eldri borgarar og nýtt ár

19. janúar 2020

Kirkjan að störfum: Eldri borgarar og nýtt ár

Sr. Petrína Mjöll fyrir altari, Þórey Dögg og Arngerður lásu ritningarlestra

Það blés hressilega um Árbæjarkirkju i morgun en blásturinn aftraði ekki fjölmennum hópi eldri borgara að sækja nýársguðsþjónustu Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæmis hins eystra og þess vestra.

Þegar inn í kirkju er komið tekur á móti fólki bjart rými þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Fermingarbörn afhentu sálmabækur.

Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni er framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs, og skipuleggur þrjár guðsþjónustur á ári þar sem heimsóttar eru sóknarkirkjur og notið þeirrar prestsþjónustu sem þær bjóða upp á. Þetta er sjöunda árið sem fyrirkomulag af þessu tagi er viðhaft en áður voru þessar guðsþjónustur hafðar á virkum degi. Fulltrúar úr félögum eldri borgara í kirkjum prófastsdæmanna beggja sækja guðsþjónusturnar og vitaskuld sóknarfólk og ýmsir aðrir.

Í morgun var svo sannarlega blandaður hópur í kirkjunni. Óvenju margir eldri borgarar og auk þess vænn hópur fermingarbarna með foreldrum sínum. Og svo vitaskuld aðrir almennir messugestir.

Sr. Þór Hauksson, sóknarprestur, flutti prédikun sína skörulega, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónaði fyrir altari ásamt Þóreyju Dögg, djákna. Kirkjuvörðurinn Arngerður Jónsdóttir las ritningarlestur ásamt Þóreyju Dögg.

Kirkjukór Árbæjarkirkju söng af miklum þrótti. Kórstjóri og organisti var Kristina Kalló Szlenár.

Í lokin ávarpaði Þórey Dögg kirkjugesti og þakkaði fyrir móttökurnar og minnti á veitingar í boði kirkjunnar og Eldriborgararáðsins sem biðu handan veggjarins og þá gæti fólk sest niður og spjallað saman.

Þegar kirkjan.is hafði fengið kaffisopann sinn og kvatt var drjúgur hópur eftir sem augljóslega naut stundarinnar eins og glaðværar raddir og gleðibros báru vott um.

Heimasíða Árbæjarkirkju er hér.

hsh

Í Árbæjarkirkju
  • Frétt

  • Heimsókn

  • Menning

  • Messa

  • Öldrunarþjónusta

  • Trúin

  • Menning

Leikskólabörn í Egilsstaðakirkju

Mikil ánægja með skólaheimsóknir á aðventunni um allt land

13. des. 2024
...bæði í kirkjum og skólum
Liljuhafar í Egilsstaðakirkju-sjá nöfn í frétt

Glaðir Liljuhafar

13. des. 2024
...á Héraði
Jólagleði salurinn.jpg - mynd

Einlæg vinátta verður til

12. des. 2024
...á jólagleði Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma