Tvær sóttu um Laugaland

6. febrúar 2020

Tvær sóttu um Laugaland

Kaupangskirkja í Kaupangssókn í Laugalandsprestakalli

Umsóknarfrestur um starf sóknarprests í Laugalandsprestakalli, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi, rann út á miðnætti þann 4. febrúar. Tvær sóttu um starfið, eða þær:

Sr. Jóhanna Gísladóttir
Guðrún Eggertsdóttir, mag. theol.  

Umsóknum hefur verið vísað til matsnefndar til skoðunar og vinnslu.

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Laugalandsprestakalli eru sex sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Grundarsókn, Hólasókn í Eyjafirði, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvallasókn og Saurbæjarsókn. Í prestakallinu eru rúmlega 1.000 íbúar.

hsh

  • Frétt

  • Menning

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Menning

  • Samfélag

Tónleikar.png - mynd

Kristnir flóttamenn frá NAGORNO KARABAKH

12. nóv. 2025
STYRKTARTÓNLEIKAR fimmtudaginn 13. nóvember kl. 19:30 - 21:30 í Dómkirkjunni
Kirkjuklukka.jpg - mynd

Kirkjuklukkum hringt gegn einelti

07. nóv. 2025
...dagur gegn einelti 8. nóvember