Þessi sóttu um Selfoss

11. febrúar 2020

Þessi sóttu um Selfoss

Villingaholtskirkja í Flóa er ein af kirkjum prestakallsins

Biskup Íslands auglýsti eftir presti til þjónustu í Selfossprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Umsóknarfrestur um starfið  rann út á miðnætti þann 6. febrúar.

Þau sóttu um starfið:

Sr. Anna Eiríksdóttir
Sr. Bára Friðriksdóttir
Erna Kristín Stefánsdóttir mag. theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Guðrún Eggertsdóttir mag. theol.
Sr. Sveinn Alfreðsson

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Selfossprestakalli, eru fjórar sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholtssókn. Selfossprestakall tilheyrir tveimur sveitafélögum, Árborg og Flóahreppi, með tæplega 10.800 íbúa, þar af 9.246 sóknarbörn. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og prestur, auk þess sem héraðsprestur hefur starfað við prestakallið. Sóknarprestur og prestur skulu, undir forystu prófasts, skipta formlega með sér verkum.

hsh

 

 

 
  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

Sr. Flosi 2.jpg - mynd

Andlát

29. okt. 2025
...sr. Flosi Magnússon er látinn
IMG_6011.jpg - mynd

Kirkjuþing sett í Dómkirkjunni

25. okt. 2025
Setningarathöfn fór fram í Dómkirkjunni í morgun. Forseti kirkjuþings, dómsmálaráðherra og biskup Íslands ávörpuðu setningarathöfnina.