Þessi sóttu um Selfoss

11. febrúar 2020

Þessi sóttu um Selfoss

Villingaholtskirkja í Flóa er ein af kirkjum prestakallsins

Biskup Íslands auglýsti eftir presti til þjónustu í Selfossprestakalli, Suðurprófastsdæmi. Umsóknarfrestur um starfið  rann út á miðnætti þann 6. febrúar.

Þau sóttu um starfið:

Sr. Anna Eiríksdóttir
Sr. Bára Friðriksdóttir
Erna Kristín Stefánsdóttir mag. theol.
Sr. Gunnar Jóhannesson
Guðrún Eggertsdóttir mag. theol.
Sr. Sveinn Alfreðsson

Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Selfossprestakalli, eru fjórar sóknir, hver með sína sóknarkirkju, þ.e. Selfosssókn, Laugardælasókn, Hraungerðissókn og Villingaholtssókn. Selfossprestakall tilheyrir tveimur sveitafélögum, Árborg og Flóahreppi, með tæplega 10.800 íbúa, þar af 9.246 sóknarbörn. Í prestakallinu starfa sóknarprestur og prestur, auk þess sem héraðsprestur hefur starfað við prestakallið. Sóknarprestur og prestur skulu, undir forystu prófasts, skipta formlega með sér verkum.

hsh

 

 

 
  • Biskup

  • Frétt

  • Samfélag

  • Umsókn

  • Biskup

  • Samfélag

Logo.jpg - mynd

Opið fyrir umsóknir um styrki úr kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóði Þjóðkirkjunnar

06. maí 2025
Hlutverk sjóðsins að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði.
Sr. Karen Hjartardóttir

Sr. Karen Hjartardóttir ráðin

05. maí 2025
...í Setbergsprestakall
Screenshot 2025-05-01 at 16.03.32.png - mynd

Ályktanir presta- djáknastefnu 2025

01. maí 2025
Þrjár ályktanir voru samþykktar af presta- og djáknastefnu. Þær má sjá hér.