Guð elskar okkur eins og við erum - Ákall um íslenskt dvalarleyfi fyrir Maní Shahidi

18. febrúar 2020

Guð elskar okkur eins og við erum - Ákall um íslenskt dvalarleyfi fyrir Maní Shahidi

Undanfarna daga hafa fréttir borist af því að vísa ætti transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans úr landi. Maní er 17 ára frá Íran. Brottvísun Maní var frestað eftir að hann var lagður inn á barna og unglingageðdeild Landspítalans. Ráðgert er að vísa Maní úr landi eftir að hann verður útskrifaður.

Við, undirritaðir biskupar þjóðkirkjunnar, hvetjum dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að fjölskyldunni verði vísað úr landi á forsendum mannúðar og kærleika.

Fjölskyldan er kristinnar trúar og hefur sótt þjónustu kirkjunnar í Breiðholtskirkju fyrir innflytjendur og hælisleitendur, sem sr. Toshiki Toma prestur innflytjenda sinnir.

Vitað er að pilturinn, sem er barn að aldri, er ekki öruggur í fæðingarlandi sínu sökum kyngervi hans.

Við höfum áhyggjur af því að þau geti ekki lifað öruggu lífi verði þau send af landi brott.

Kristin trú hvetur okkur til að standa vörð um mannlegt líf og hvetur einnig til gestrisni og umhyggju fyrir öllum mönnum. Guð elskar okkur eins og við erum - öll eigum við rétt á mannhelgi og vernd þegar að henni er sótt.

Við biðjum þess að fjölskyldan fái varanlegt dvalarleyfi með vísan í skilyrðislausa kærleiksskyldu kristinna manna.

Með von í bæn okkar,
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands
Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum
Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti
  • Biskup

  • Biskup

  • Samkynhneigð

Forsetahjónin og vígslubiskupshjónin við Hóladómkirkju

Afar vel sótt Hólahátíð

18. ágú. 2025
...forseti Íslands flutti Hólaræðuna
holarihjaltadal.jpg - mynd

Hólahátíð 2025: Forseti Íslands flytur Hólaræðu

12. ágú. 2025
Hólahátíð fer fram dagana 16. - 17. ágúst n.k. Halla Tómasdóttir forseti Íslands flytur Hólaræðuna að þessu sinni.
garpsdalskirkja2.jpg - mynd

Kirkjuklukkum á Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hringt samtímis til stuðnings íbúum Gasa

05. ágú. 2025
Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 verða kirkjuklukkum dómkirknanna þriggja á Íslandi hringt og hvetja biskupar Íslands til þess að öðrum kirkjuklukkum verði hringt samtímis. Systurkirkjur Þjóðkirkjunnar í Noregi, Svíþjóð...