Samræða um framtíðarsýn

26. febrúar 2020

Samræða um framtíðarsýn

Biskupsstofa er á þriðju hæð í Katrínartúni 4

Á næstunni verða haldnir fjórir fundir þar sem rætt verður um framtíðarsýn fyrir þjóðkirkjuna.

Fundirnir eru haldnir í húsakynnum Biskupsstofu að Katrínartúni 4, á þriðju hæð, í sal sem kallast Þingvellir. Einnig verður streymt frá fundunum og það má sjá hér.

Fundirnir hefjast klukkan kl. 12.30 og standa til kl. 13.15.

Fyrsti fundurinn verður á morgun, fimmtudaginn 27. febrúar. Þá mun biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, ræða um framtíðarsýn kirkjunnar.

Næstu fundir verða svo:

Föstudaginn 6. mars:     
Þráinn Þorvaldsson fv. framkvstj. og fv. form. sóknarnefndar í Bústaðasókn.
Fimmtudaginn 12. mars:
Auður Pálsdóttir, lektor við menntavísindasvið H.Í.
Fimmtudaginn 19. mars:
Hjalti Hugason, prófessor við trúarbragða- og guðfræðideild H.Í.

Málshefjandi fær tíu mínútur til að ræða um hvernig hann eða hún sér kirkjuna fyrir sér eftir 15 – 20 ár þegar núverandi samningar við ríkið verða endurskoðaðir, (sjá: hér). Einnig munu málshefjendur velta fyrir sér framtíð kirkjunnar út frá boðskap kristinnar trúar inn í 21. öldina. Á eftir verða svo almennar umræður. Umræðum stýrir sr. Halldór Reynisson.

hsh

  • Biskup

  • Frétt

  • Fundur

  • Guðfræði

  • Menning

  • Samfélag

  • Trúin

  • Viðburður

  • Biskup

  • Menning

  • Samfélag

Prestar í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra ásamt fyrirlesurum

Vorfundur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra

26. apr. 2024
...síðasti prestafundur sr. Helgu Soffíu sem prófastur
Forsíðumynd-Sumardagurinn fyrst -skrúðganga á kirkjuplani.jpg - mynd

Sumardagurinn fyrsti í Fossvoginum

26. apr. 2024
...fjölsótt dagskrá í kirkjunni
Digraneskirkja

Laust starf

26. apr. 2024
...prests við Digranes- og Hjallaprestakall