Þau sóttu um starf héraðsprests

6. mars 2020

Þau sóttu um starf héraðsprests

Merki þjóðkirkjunnar: Biðjandi, boðandi, þjónandi

Biskup Íslands auglýsti fyrir nokkru starf héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út hinn 4. mars s.l. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Þessi sóttu um starfið:

Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir
Sr. Gunnar Jóhannesson
Guðrún Eggertsdóttir mag. theol.
Dr. Jón Ásgeir Sigurvinsson
Sr. Kristinn Jens Sigurþórsson
Sr. Ursula Árnadóttir

Biskup Íslands ræður héraðsprest og leggur til grundvallar vali sínu umsögn matsnefndar og tillögu héraðsnefndar.

Einnig auglýsti biskup starf héraðsprests til þjónustu í Austurlandsprófastsdæmi frá og með 1. maí. Enginn sótti um starfið.

hsh


  • Auglýsing

  • Biskup

  • Samstarf

  • Skipulag

  • Starf

  • Starfsumsókn

  • Biskup

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík