Fjölskylduþjónustan við símann

24. mars 2020

Fjölskylduþjónustan við símann

Listaverkið Fýkur yfir hæðir, eftir Ásmund Sveinsson, við Seljakirkju

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar sinnir mikilvægu starfi og umfangsmiklu. Starfsfólkið er alla jafna í mikilli nánd við skjólstæðinga sína eins og gefur að skilja.

Breyttar aðstæður í samfélaginu vegna kórónufaraldursins kalla á breytt verklag þar sem hugsað er um öryggi beggja aðila, þeirra sem veita þjónustuna og hinna sem hana þiggja. Það er öllum til góðs.

Þess vegna hafa félagsráðgjafar Fjölskylduþjónustu kirkjunnar tekið þá ákvörðun að veita einungis þjónustu símleiðis. Þannig er komið til móts við skjólstæðinga Fjölskylduþjónustunnar á einkar erfiðum tímum. 

Félagsráðgjafarnir
Andrea Baldursdóttir s. 8561551
Elísabet Berta Bjarnadóttir s. 8561524
Guðrún Kolbrún Otterstedt s. 8561561
Rannveig Guðmundsdóttir s. 8561523

Fjölskylduþjónusta kirkjunnar


hsh






 


  • Forvarnir

  • Frétt

  • Hjálparstarf

  • Kærleiksþjónusta

  • Sálgæsla

  • Samfélag

  • Hjálparstarf

  • Samfélag

Sr. Gylfi Jónsson

Andlát

02. sep. 2025
Sr. Gylfi Jónsson er látinn.
Biskup Íslands með nývígðum prestum, djákna og vígsluvottum

Hátíðleg stund í Dómkirkjunni í Reykjavík

25. ágú. 2025
...tveir prestar og einn djákni vígður
Dómkirkjan í Reykjavík - mynd: hsh

Prests og djáknavígsla á sunnudaginn

21. ágú. 2025
...í Dómkirkjunni í Reykjavík